Gleðilega hátíð allir okkar vinir!
Það er vani hjá okkur að fara yfir árið sem er að líða
og stinga út það sem okkur finnst standa upp úr.
Lerkiholtsbændur eignuðust
Þórdís frá Björgum seldist -
Við eignuðumst drottninguna
hestagullið Binný frá Björgum eigandinn er nýja
vinnukonan okkar
Væntingu frá Hrafnagili
Síðasta keppnin hjá Björg
Þytur frá Narfastöðum
Eitt skemmtilegasta mót ársins
A úrslit LM 2014
"kominn heim"
- Riddaramótið -
25.10.2014
Jæja, þá er veturinn formlega settur.
Hólabúðingarnir okkar Fanndís heimasæta og Karen
heimalingur komnar með skólahestana sína og það verður
gaman að fylgjast með gangi mála hjá þeim í vetur.
Það er orðin regla hjá okkur að gefa merum og folöldum
fyrstu heyrúlluna á fyrsta vetrardegi og það stóð ekki á
því í ár. Mikil gleði hjá drottningunum yfir
þessari sendingu. Gleðilegan vetur allir!
Fanndís og Dúkkulísa frá
Þjóðólfshaga I
Merar og folöld komin á gjöf
Karen og Eldur frá Akureyri
24.10.2014
Fórum og kíkkuðum á ungfolann okkar hann Kormák frá
Björgum en hann hefur verið í frumtamningu hjá Pétri og
Heiðrúnu í Saurbæ. Frábær vinna í hestinum hjá
þeim og folinn orðinn reiðfær.
Mikil spenna hér á bæ yfir þessum fola - Kormákur frá
Björgum
25.09.2014
Það er búið að vera endalaust að gera hjá okkur við að
ganga frá öllu fyrir komandi vetur. Girðingar,
heyskapur, draga undan, sleppa hrossum í haga, reka heim,
járna aftur....... fengum til okkar í heimsókn sænskar
drottningar sem komu til að taka út aðstöðuna hérna og
ræktunina. Mikið spáð og spuggulerað en á endanum
var það svo hún Þórdís frá Björgum sem heillaði
mæðgurnar Lisu og Lottu og þær keyptu merina. Ekki
nóg með það því Lisa ætlar að koma eftir jól og vinna
hjá okkur í vetur. Það verður gaman fyrir hana að
geta unnið með Þórdísi á "heimavelli" eins og þær mæðgur
orðuðu það.
Emelie og Lisa - Sísí og Þórdís
Sænsku drottningarnar
Nýjasta parið: Lisa og Þórdís
12.08.2014
Einarsstaðarmót um helgina - blautt og kalt en mjög
skemmtilegt. Gekk bara vel, úrslit í öllu sem var
tekið þátt í og rúsínan í pylsuendanum voru kaupin á
nýja hestinum - Þyt frá Narfastöðum.
Fanndís og Þórdís frá Björgum
Viðar og Sísí frá Björgum
Blautt og kalt!
2. sæti ungmennaflokkur
5. sæti A flokkur
Þytur frá Narfastöðum 8 vetra geldingur
11.08.2014
Doktor Nanett Kvist danski heimalingurinn okkar kom í
heimsókn og auðvitað heimtaði hún að komast í hnakkinn.
Kolféll fyrir Væntingu frá Hrafnagili. Takk fyrir
góðu stundirna okkar saman í sumar elsku Nanett <3
Vænting
og Nanett, Viðar og Glóð
Barasta kolfallinn dani
20.07.2014
Loksins loksins er síðasta folald sumarsins komið í
heiminn. Hreyfingarflottur og myndarlegur foli
undan Þóru frá Björgum og Kormáki frá Björgum, alfarið í
eigu Fanndísar heimasætu...... til hamingju Fanndís
okkar :-)
Flottur Þóru og Kormákssonur
16.07.2014
Þær eru frekar samrýmdar litlu skotturnar okkar undan
Kötu og Von eftir að þær komu heim frá Vatnsleysu.
Ofur samrýmdar litlar jarpar frænkur
14.07.2014
Þá er það orðið staðfest, Björg frá Björgum er fylfull
við Lord frá Vatnsleysu - jibbýkajey!! Erum svo
kolfallin yfir þessum klár og teljum að hann falli vel
inn í okkar ræktun. Fórum einnig með Von og Kötu
til hans í vor og eru þessar drottningar komnar heim og
auðvitað fylfullar.
Björg frá Björgum
Lord frá Vatnsleysu
Von frá Syðra Kolugili
Kata frá Björgum
13.07.2014
Afmæli húsfreyjunnar og með hverjum vildi hún helst
fagna
Klikkaða afmælisbarnið á Björgum
10.07.2014
Landsmótið á Hellu....... hvað á maður að
segja......byrjum á því jákvæða. Hestakosturinn
var hreint stórkostlegur og árangur hrossanna okkar
frábær. Vænting stóð sig vel í töltinu þrátt fyrir
mikla skelfingu yfir auglýsingaskiltum og mannfjölda,
endaði í 19.sæti og Fanndís og Björg náðu alla leið í A
úrslitin og enduðu í 6.sæti. Annars er frekar
lítið um þetta LM að segja nema ALDREI AFTUR HELLA!
Síðasta keppnin hjá þessum tveimur
6.sætið
Flottir winnerar Ás og Gústi
Formaður Léttis langflottust - fór helst ekki upp á
svæði því til hvers..... besta útsýnið og WC á staðnum
:-)
Andrea bara klikkar ekki!
19.06.2014
Nú er gaman hjá ungum stóðhestum. Vorum að sleppa
þeim út í frelsið eftir langa inniveru og voru þeir
frekar ánægðir með sig. Smelltum á tvo Liljusyni.
Lexus frá Björgum F:Viti frá Kagaðarhóli
Lúðvík frá Björgum F:Ódeseifur frá Möðrufelli
18.06.2014
Þá er úrtöku fyrir LM lokið og gekk nú bara nokkuð vel.
Lagt var upp í B flokkinn hjá húsbóndanum með Væntingu
frá Hrafnagili en smá klikk með brokkið og draumurinn um
sæti var úti. Hún bætti heldur betur fyrir sig í
töltinu og viti menn - hún er inni með einkunn upp á
7,37. Þetta var bara þriðja töltmóts tilraun
hennar og erum við auðvitað mjög hissa og stolt af
þessari Hrafnagilsdúllu. Bjöggi og Fanndís nældu
sér í sæti á Bjargarskvísunum Perlu og Björg með
feikigóðar einkunnir og Nillan okkar fór á kostum með
strákana sína tvo þá Sörla frá Hárlaugsstöðum og
Álfsteinn frá Hvolsvelli - efst inn fyrir Létti með þá
báða!
Fanndís og Bjöggi á Bjargarskvísum
Strákarnir henna Nillu
Vænting tölt: 7,37
Úrslit B flokkur 8,74 1.sæti
14.06.2014
Í nótt braust í heiminn þessi flotti foli en hann er
undan Lilju frá Möðruvöllum og
Kormáki frá Björgum.
Vitum ekki alveg hvernig litarlýsingin er á þessari
frábæru blesu en flott er þetta og ekki skemmir að hann
er hringeygður á öðru. Hann Kormákur okkar er að
gefa frá sér algjöra konfektmola :-)
Litfagur Lilju og
Kormákssonur
Rammasonurinn mjög ánægður að
fá nýjan strákaleikfélaga
31.05.2014
Fórum á töltmót hjá Hring á Dalvík og gerðum bara nokkuð
góða hluti þar. Húsbóndinn mætti með tvö hross og
var nánast ekki gjaldgengur því hvorugt var frá Björgum,
en þetta voru þau Vænting frá Hrafnagili og Adam frá
Skriðulandi en Viðar hefur verið með Adam í þjálfun
fyrir Jolla í vetur. Vænting gerði sér lítið fyrir
og var efst eftir forkeppnina með 7,20 og Adam þriðji
með 6,90. Adam varð svo fyrir valinu í úrslitin og
endaði þar þriðji með 6.97. Heimasætan hún Fanndís
keppti í sama flokki og endaði í fjórða sæti með 6,57.
Flott hjá þeim feðginum.
Vænting frá Hrafnagili 7,20 í fork.
Björg frá Björgum 6,57
Adam frá Skriðulandi 6,97
Úrslitin
30.05.2014
Tókum þátt í Firmakeppni Léttis sem haldin var í gær.
Fanndís sigraði ungmennaflokkinn á Björg og nýi
vinnumaðurinn okkar hann Árni Gísli Magnússon krækti í
þriðja sætið á Þórdísi frá Björgum. En spútnik
hrossið okkar hún Vænting frá Hrafnagili og húsbóndinn
áttu stórgóða sýningu og enduðu í öðru sæti. Gaman
að komast loksins í útimót hjá Létti.
Fanndís og Björg nr.1
Þórdís og Árni Gísli
Úrslit ungmennaflokkur
Vænting frá Hrafnagili og húsbóndinn
Úrslit karlrembuflokkur
26.05.2014
Og áfram halda folöldin að koma en í nótt braust í
heiminn vígalegur Rammasonur. Hann er undan
Venus frá Björgum og það var
ekki slæmt að sitja í miðjum mera og folaldahópnum í dag
í 20 stiga hita!
25.05.2014
Í nótt kom í heiminn eitt flottasta folald sem við höfum
eignast en þetta folald er undan Kötu
frá Björgum og Ramma frá Búlandi og auðvitað er þetta
meri. Hún sýndi okkur frábæra takta og sveif um
eins og dottning þannig að hún var skírð á
staðnum....... Kleopatra frá Björgum.
12.05.2014
Nú er gleði og gaman..... fyrsta folald ársins er komið
í heiminn hér á Björgum. Þetta er jörp
tvístjörnótt hringeygð meri og er hún fyrsta folald
undan gæðingahryssunni Von frá
Syðra Kolugili og einnig fyrsta folald undan ungfolanum
okkar honum Kormák frá
Björgum. Bara gaman......:-)
08.04.2014
Það hefur nú verið frekar dapur fréttaflutningur hérna á
veitunni okkar en nú hefur ritstjórinn lofað að taka sig
á :-) Nú hafa tvö frábær hross bæst við
hestastóðið okkar en það eru þau Vænting frá Hrafnagili
og Bessi frá Björgum. Vænting
er Forsetadóttir á
7. vetri og hefur hún verið í tamningu og þjálfun hérna
í vetur. Þessi meri stal hjörtum okkar meir og
meir í vetur og nú fyrir stuttu urðu síðan óhjákvæminleg
eigendaskipti og við þökkum Jóni Elvari kærlega fyrir
viðskiptin. Bessi frá
Björgum er búinn að vera í eigu Nikólínu Rúnarsdóttur í
10 ár en nú er hann kominn heim..... feitur og
pattaralegur.
Vænting frá Hrafnagili nú loksins í okkar eigu!
Bessi frá Björgum loksins kominn heim!
29.01.2014
Þá hefur hún Binný okkar frá Björgum skipt um eigendur.
Við viljum óska þeim Steina, Kára og fjölskyldu til
hamingju með þetta mikla hestagull. Það verður
mikið spennandi að fylgjast með þessu nýja keppnispari í
framtíðinni.
Nýju eigendurnir af Binný
Flottir feðgar með hestagull
Ein að lokum af Binný og
(og hundagull)
heimasætunni :-)
06.01.2014
Höfum ákveðið að setja eitt af uppáhaldinu okkar á sölu
en það er hún Þórdís frá Björgum. Hún er á sjöunda
vetri og er undan Mola frá Skriðu og
Þóru frá Björgum. Mikið efni hér á ferð!
Hér er video af prinsessunni:
Þórdís frá Björgum
05.01.2014
Fyrsta frétt ársins er af heimalingnum okkar honum
Bjögga sín. Hann tók upp á því að klippa á
naflastrenginn og stökkva út í djúpu laugina.
Skellti sér á suðurlandið og ætlar að vera þar næstu
mánuði til að ná sér í meiri reynslu og þekkingu.
Við eigum eftir að sakna þín Bjöggi okkar - gangi þér
risa vel :-)
Bjöggi
og Perla frá Björgum
Bjöggi og Dagur frá Björgum
Fréttir 2013
Fréttir 2012
Fréttir 2011
|