31.12.2009
Elskulega vinnukonan okkar hún Nilla kom heim til okkar
í gærkvöldi og var heldur betur hissa að sjá allan
þennan snjó. Þetta hefur hún aldrei séð.
Þannig að það var vaknað snemma í morgun (um 11) og
klárað að gera í húsunum. Svo var hægt að prófa
færið!
Viðar og Von
Helgi Valur og Sísí
Nilla og Spænir
Viðar og Draumur
Helgi Valur og Amanda Vala
Nilla og Björg
Hún Björg okkar Moladóttir er alveg einstök.
Búin að standa í mánuð en hefur engu gleymt. Málið
er að hún veit bara ekkert hvað hún á að gera við
lappirnar á sér. Þetta er einstakt hross...
Smá syrpa með Björg og Nillu
Hamingjusamir tamningarmenn -
Ofvirkur danskur snjóaðdáandi!
og tamningarkona
27.12.2009
Snjór og aftur snjór. Það er orðið soltið langt
síðan að við höfum fengið svona mikið af snjó hérna í
Hörgárdalnum. Það er bara allt á kafi. Við
ætluðum að gefa útigangnum okkar í gær en komumst ekkert
vegna veðurs þannig að við vissum að þau biðu okkar í
morgun. En viti menn, girðingin er á stórum hluta
horfin undir snjó þannig að stóðið var allt komið hingað
niður til okkar. Það tók okkur smá tíma að laga
girðingu, moka snjó, brjótast með heyrúllu og koma
stóðinu aftur á sinn stað. En alltaf er þetta jafn
gaman.
Stóðhestarnir uppteknir við að
Svo að skoða innihaldið!
merkja nýja snjóinn.
25.12.2009
Aðfangadagskvöldið var fullkomið. Öll hross komin
á gjöf, allir frískir og jólasnjórinn lét ekki bíða
eftir sér. Þetta eru jólin.
Jólahúsið okkar
Er þetta ekki jólalegt?
24.12.2009
13.12.2009
Það hefur verið nóg að gera í öllu "smotteríinu" í
kringum reiðhöllina. Búið að setja mæninn á þakið,
flasningar á öll horn og svo er allt á fullu inni,
hengja upp ljós, koma upp böttunum og undirbúningur
fyrir hita og rafmagn. Áætlað er að allt verði
klárað fyrir jól - !?
Svona lítur þetta út
Það er að verða soltið langt
Komin lýsing og undirbúningur
úr einum enda yfir í annan
fyrir battana.
Ljósin í tengibygginguna
Fyrsti áhorfandinn
Ró og friður yfir hrossunum
26.11.2009
Það er alltaf eitthvað við karlmenn og
heimilisstörf.........
það er eitthvað...
21.11.2009
Og meira af reiðhöllinni. Lagt var af stað í
lagningu þaksins í dag, veðurguðinn hefur ekki alveg
verið með okkur undan farið og ýmislegt vantaði í
sendinguna sem átti að fylgja þakplötunum en allt gekk
þetta upp í dag. Fengum líka aðstoð frá vinum og
nágrönnum og við viljum nota tækifærið og þakka þeim
fyrir frábæran stuðning - þetta er ómetanlegt!
Fyrstu þakplöturnar komnar á
Gríðarleg einbeiting
Góð æfing fyrir jólapakkana
Matti-Barká. Það er eitthvað
Gluggarnir koma vel út
Bleeessaður Simmi
við þessa mynd...
Axel-Þrastarhóll og Þór-Skriða
Getur verið að Þór sé í símanum - að
spjalla við Nillu
í þessu fína.
16.11.2009
Áfram heldur klæðningin. Ekki var hægt að fara í
þakið í dag eins og stefnt var að en suðurstafninn var
bara tekinn í staðinn. Svo er bara að krossleggja
fingur og vona að veðrið verði almennilegt í vikunni.
Suðurstafn
Inngangur i tengibyggingu
12.11.2009
Og allt gekk þetta nú vel í dag. Austurveggur
nánast búinn og langt komið með tengibyggingu.
Austurhliðin nánast komin
Tengibyggingin
Á meðan að karlpeningurinn hamast við
að koma einingunum á reiðhöllina gefur Fanndis ekkert
eftir í tamningunum.
Góður undirbúningur
Ekkert vesen, klárinn alveg pallrólegur
11.11.2009
Heldur betur allt á fullu í uppsetningu
reiðhallarveggjar í dag. Ef veðurguðinn heldur áfram að
vera svona góður við okkur verður búið að reisa bæði þak
og veggi í næstu viku - allavega með þessu áframhaldi!
Vesturhliðin komin
Hver er að reisa höll í dag....
Viddi, Jolli og Simmi - ofsakátir
Essasú?
"gamli" og Albert í eldhús-
Passa að hafa engar eiður Eiður!
Kanski í síðasta skipti sem hægt
umræðum - bannað innan 16
er að sjá sólina frá þessu
sjónarhorni.
07.11.2009
Fórum upp í fjall í dag og náðum í tvo ungfola svona til
að lífga aðeins upp á frumtamningarnar. Annar
heitir Engill 3.vetra og er undan
Vönju frá Eyjólfsstöðum og Þengli frá Kjarri.
Hinn heitir Villingur 4.vetra og er undan Ösp frá
Kvíabekk og Mola frá Skriðu. Hann er alfarið í
eigu Fanndísar og ætlar hún að sjá um tamningarnar á
honum. Alltaf gaman að fá ný hross inn!
Engill frá Björgum
Villingur frá Björgum
06.11.2009
Jæja
jæja....loksins kom fyrsta sendingin af yleiningunum
þannig að þetta fer nú allt að koma. Restin af
einingunum kemur í næstu viku.
Kampakátir Bjargarmenn
05.11.2009
Dagurinn í dag var svona nettur úttektardagur í
tamningunum. Hér eru nokkrar myndir af
unghryssunni Binný frá Björgum. Hún er undan
Venus frá Björgum og Döggva frá
Bægisá I - Gustsonur
Hér eru nokkrar myndir af unghryssunni
Perlu frá Björgum. Hún er
undan Perlu frá Hraukbæ og Hróð frá Refstöðum.
Hér er svo fótaburðarfíkillinn okkar hún Björg frá
Björgum. Hún er undan
Draumadís frá Breiðabólsstað og Mola frá Skriðu.
Björg og Nilla
Og ein í viðbóð af
Voninni okkar frá Syðra-kolugili
Von og Viðar
31.10.2009
Fórum að athuga með folöld og merar í dag og stóðumst
ekki mátið að smella einni á litadýrðina okkar í ár.
Hún heitir Hafdís og er undan Vönju
og Fálka.
Hafdís á haustdögum
31.10.2009
Erum búin að uppfæra síðuna
önnur hross. M.a. Von
frá Syðra-Kolugili og Spænir
frá Hafrafellstungu 2.
Von og Viðar
Spænir og Viðar
24.10.2009
Tamningar og tamningar..... Smellti einni mynd af
stóðhestinum okkar honum Þór og
Pernillu. Það gengur mjög vel með hann og er
aðeins farið að fikta við gangsetningu.
Þór og Pernilla
21.10.2009
Allt á fullu í frumtamningunum. Tókum inn tvær
þriggja vetra merar fyrir um þremum vikum síðan og hafa
tamningarnar gengið framar vonum. Í vinnu hjá okkur er
dönsk stúlka -Pernille Möller- og erum við mjög ánægð
með hana.
Fyrsti teymingartúrinn með Binný
Fyrsti teymingartúrinn með Perlu Hróðsdóttur
Döggvadóttur
19.10.2009
Góðar fréttir í dag. Fengum að vita að klæðningin
á reiðhöllina verður væntanleg til landsins eftir 15
daga!
Nú er bara að bíða í nokkra daga í viðbót.
18.10.2009
Höfum verið upptekin við að vinna í síðunni og erum
komin langt með síðuna:
hrossin okkar.
Ræktunarmerar og
stóðhestar er komið inn.
08.10.2009
Hæ hæ elsku Anna. Þúsund kossar frá okkur!
Hér má sjá grindina að nýrri reiðskemmu sem er að rísa á
Björgum. Fáninn kominn á loft og klæðningin væntanleg frá
Evrópunni á næstu dögum. Húsið verður klætt með
yleiningum svo að þegar þær verða komnar á, er ansi
margt í höfn. Það verður því frábær aðstaða til
tamninga hjá okkur á komandi vetri.
Okt - 2009
Jæja...þá
er klárinn okkar (heimasíðan) loksins kominn á beit.
Hér ætlum við að koma á framfæri því hversdagslega sem
og stærri viðburðum í heimi hestamennsku og annars
búshalds hér á Björgum.
Verið velkomin á síðuna okkar en næstu daga/vikur verður
hún í smíðum.
|