31.12.2010/01.01.2011
Gleðilegt nýtt ár
Tókum saman nokkur skemmtileg og minnisstæð atvik frá
árinu sem er að líða:
Hver er húsbóndinn hér?
Albert eitthvað svo dannaður.
Karlmenn og Stroh....
Þessi byrjaði að vinna hjá okkur
Frábær hann Bjöggi
Þegar ég var ungur þá.......
Ekkert mál-reddaðí strax eftir fjós!
Love it!
Kóngurinn sjálfur mætti í hnakk!
Það er til galdrakarl á Íslandi
Leikur þrátt fyrir hestapest
Liljan varð mamma
Nilla að þjálfa höfuðburð
og tunguburð.....
Þau héldu að við teimdum kanski
inn í vitlausa kerru...
Yfirsmalinn staðinn að verki
Nanett snillingur
Þessi fann nýjar víddir -
dans og Ítaliu!
Þessi vakti danina á morgnana
Rassinegger sjarmor!
Viðar,Von og Stjörnutöltið
Gleðilegt nýtt ár!!!
24.12.2010
Gleðileg jól og
farsælt komandi ár
19.12.2010
Eru ekki allir að detta í jólagírinn.... - kíkið á
þetta:
http://elfyourself.jibjab.com/view/zw7OOJb8F1BYJl2P
08.12.2010
Nú er fjör! Rekstur og aftur rekstur um heimatúnin
og hrossin ljóma - þetta er svo gaman:-)
smá frelsistilfinning
allir keppast um foristuna
en samt gott að komast heim!
30.11.2010
Gengur vel með hann Þór - Það finnst henni Andreu
allavega.
Viðar og Þór
Andrea heimalingur og Þór
22.11.2010
Fórum á uppskeruhátíð Léttis á laugardagskvöldið og voru
knapar heimilisins þó nokkuð í sviðsljósinu.
Afhent voru verlaun fyrir gæðingakeppni Léttis og fékk
Fanndís gæðingabikar unglingaflokks.
Pernille var tilnefnd sem efnilegasti knapinn og Viðar
tilnefndur sem besti knapinn.
Fanndís með gæðingabikarinn
Nilla tilnefnd efnilegust
Tilnefndir besti knapinn
Og Baddi hafði það,
Viðar,Gummi,Lúlli,Baddi og Biggi
"Til hamingju Baldvin Ari"
15.11.2010
Vorum að grúska í myndum síðan í sumar og fundum þessar
flottu myndir af Draum frá
Björgum. Þetta var tekið rétt áður en hestapestin
tók yfirhöndina hjá honum.
Draumur og Viðar
korter fyrir hestapest
12.11.2010
Skemmtileg aðkoman í hesthúsinu í dag. Danski knái
knapinn okkar hún Nanett að skipta faxi á einum stærsta
hestinum í húsinum og hún deyr ekki ráðalaus.....:-)
Nanett, Þór og Kolla
Alltaf hægt að "stóla" á Nanett!
10.11.2010
Hún Nanett okkar hefur verið í Danaveldi að læra til
dýralæknis, fékk 10 daga vetrarfrí og kom auðvitað beint
"heim" til að komast í hnakkinn. Veðrið og færið
hefur leikið við okkur síðustu daga og náði
ljósmyndarinn að smella nokkrum af vel ríðandi
dananum:-)
Nanett og Binný frá Björgum
Flottar saman!
Nanett og Björg frá Björgum
Líka flottar saman!
Viðar er með mjög spennandi meri í tamningu fyrir Fúsa
Helga og Örnu. Hún heitir Hrafnhildur og er undan
Brján frá Reykjavík en Sísí okkar
er einnig undan honum. Verður spennandi að fylgjast með
þessari meri í framtíðinni.
Hrafnhildur og Viðar
Mjög efnileg þessi!
19.10.2010
Jæja.....nú er búið að þrífa og sótthreinsa hesthúsin og
ekki liðu þeir margir klukkutímarnir eftir þvott þar til
við tókum inn meirihlutann af hrossunum sem eiga að vera
inni í vetur. Ætlum nú samt að gefa keppnis liðinu
aðeins lengra frí.
Tekið inn í gamla hús
og nýja
svo nú þarf að taka á því
við járningarnar!
17.10.2010
Fórum á uppskeruhátíð barna og unglinga Léttis og
landaði heimasætan okkar hún Fanndís knapa ársins
bikarnum. Við erum ákaflega stolt af henni - "go
Fanndís" :-)
Knapi ársins í unglingaflokki
24.09.2010
Rólegt í hestamennskunni þessa dagana. Tókum
hrossin sem að við vorum með í sumar og rákum þau heim.
Þau hafa verið í fríi eftir keppnis tímabilið og höfum
við haft þau í litlum hólfum hingað og þangað um jörðina
okkar. Við fengum á leigu risastórt hólf hjá
nágrannabænum okkar Möðruvöllum og ætlum við að leyfa
þeim að dóla þar í einhvern tíma. Stóðhestarnir
okkar Þór og
Fálki urðu vitni af því þegar við hleyptum hrossunum
yfir og varð þeim mikið um. Það eru kostir og já,
líka gallar að vera stóðhestur!
Finna á sér að eitthvað er í vændum - og missa sig þegar
yfir er komið!
Langa svoooo með!
07.09.2010
Síðasta mót ársins - gæðingamót Léttis og Goða.
Húsbóndinn fór með Draum og
Amöndu Völu í B flokkinn og
Sísí í A flokk. Kom
þeim öllum í úrslit og vorum við svo heppin að fá hana
Nillu okkar í heimsókn um helgina og tók hún að sér að
ríða Amöndu í úrslitunum (Nilla er byrjuð í Hólaskóla).
Gekk ágætlega í úrslitunum fyrir utan nokkur
áhættuatriði sem húsbóndinn tók á Draum...:-0
Fanndís fór með Brynhildi í
unglingaflokkinn og tölt. Henni gekk mjög vel,
endaði með hæstu einkunn eftir forkeppni og fékk að
launum Djáknabikarinn en hann var veittur í fyrsta
skiptið efsta unglingi eða barni. Svo voru tveir
unglinga - heimalingar sem fengu hross lánuð hjá okkur
þ.e. Björgvin Helga fór með Spæni
og Karen okkar Konn fór með Sorró
en hann er búin að vera í fríi í allt sumar.
Veðrið lék við okkur mennina þarna en full mikill hiti
fyrir hrossin.
Fanndís og Brynhildur
Björgvin og Spænir
Karen og Sorró
Tölt úrslitin
Unglingaflokkurinn úrslit
Fanndís með Djáknabikarinn
Viðar og Sísí - byrja vel....
en svona fóru báðir skeiðsprettirnir
úrslitin í A flokknum
Ljósmyndarinn var svo upptekinn við að horfa á
áhættuatriði húsbóndans í B flokknum að hann
steingleymdi að mynda. Viðar endaði í fimmta sæti
og Nilla í sjöunda. Risa frábær árangur hjá
hjónakornunum Gumma og Helgu - tóku fyrsta og annað
sætið á systrum!
úrslitin í B flokknum
28.08.2010
Hún Von okkar er búin að vera í
miklu grashólfi í sumar og gengur bara vel að safna utan
á hana. Erum að byrja að hreyfa hana þ.e. hún fór
í annan teimingartúrinn sinn í dag. Haraldur
kiropraktor tók hana einnig í tékk í dag og var útkoman
góð. Það lítur út fyrir að þessi baktería sem
herjaði svo heiftarlega á hana sé á bak og burt!
Von á uppleið!
22.08.2010
Tekið var þátt í 50ára afmælismóti Funa á
Melgerðismelum. Gekk ekki nógu vel hjá húsbóndanum
með keppnishrossin sín þau Sísí og Spæni en ungdómurinn
hélt þessu uppi. Nilla og Amanda Vala enduðu í
öðru sæti í ungmennaflokknum og Björgvin Helgason fór
fyrir Fanndísar hönd með Brynhildi og náði þriðja sæti.
Amanda og Nilla með 8,34
Brynhildur og Björgvin með 8,35
18.08.2010
Lilja frá Möðruvöllum er komin
heim fylfull við Ódeseif frá Möðrufelli(8,28) og
Vanja frá Eyjólfsstöðum er líka
komin heim fylfull við Mídas frá Kaldbak(8,34).
Vanja frá Eyjólfsstöðum
Lydía Liljudóttir
11.08.2010
Þá er Kata komin heim fylfull við
Kvist frá Skagaströnd - jibbý! Hún Klara litla
Moladóttir hefur þroskast svo vel að við erum hálf
feimin við hana, ofboðslega bollétt og svaka flottar
hreyfingar.
Húsbóndinn felur sig á bak við
Kötu
Klara frá Björgum
til að skoða
gullið sitt!
08.08.2010
Einarsstaðir......... þeir klikka ekki. Alltaf eru
mótin þar jafn skemmtileg og það er einhver sjarmi yfir
þessum stað sem heltekur mann. Við mættum með nokkur
hross í keppnina og gekk bara bísna vel. Viðar og
Sísí enduðu í fjórða sæti í
A-flokki, Fanndís og Brynhildur
frá Möðruvöllum náðu öðru sæti í unglingaflokki og
Nilla og Amanda Vala sigruðu
ungmennaflokkinn. Viðar hætti keppni á
Draum í b-úrslitum í B-flokki því Draumur fór að
hósta. Hann var sá eini sem hafði aldrei hóstað og
héldum við að hann myndi kanski bara sleppa vel út úr
þessu. En þrátt fyrir það þá var þetta snilldar
mót - risagaman :-)
Sísí og Viðar
A-flokkur 4. sætið
Brynhildur og Fanndís(aftari)
Annað sætið
Amanda
Vala og Nilla
Fyrsta sætið!
01.08.2010
Opnu Bjargarleikarnir tókust alveg snilldar vel.
Allir svo yfirvegaðir og ekkert stress á neinum. Veðrið
lék við okkur og hestakosturinn einnig. Deginum
var svo slúttað með frábærum grillmat í Bjargarhöllinni.
Mótsnefndin kom svo saman í dag og valdi hest mótsins.
Það mun vera Tristan frá Árgerði. Sigurvegararnir
í fjórgangi og tölti eru báðir undan honum, tvö afkvæmi
undan honum í fimmgangs úrlitum og gerði Tristan sér
lítið fyrir og vann skeiðið með yfirburðum.
Sannaði sig vel á þessu móti bæði sem keppnis og kynbóta
hestur.
Stefán Birgir og Tristan frá Árgerði
Við viljum þakka öllum sem tóku þátt í þessu með okkur
fyrir einn eftirmynnilegasta dag hérna á Björgum.
Mótstjórinn sjálfur Kristmundur Stefánsson
Svo viljum við óska Ólafi Göran Grós til hamingju með
sinn árangur hérna. Hann er einungis tólf ára og
náði að krækja sér í úrslit í bæði fjórgangi og tölti.
(Dró sig út úr fjórgangs úrslitum). Þetta var góð
æfing fyrir kappann því hann er á leið á Íslandsmótið -
gangi þér vel Ólafur!
Ólafur Göran Grós
Hérna eru svo úrslitin og
nokkrar skemmtilegar myndir af mótinu.
29.07.2010
Þá erum við komin með beinagrind af dagskránni um
helgina. Mótið byrjar laugardaginn 31.júlí
kl.10:00. Röðin er: Fjórgangur - fimmgangur
- tölt - skeið. Ætlum að keyra þetta á einum degi
þ.e. forkeppni og úrslit á laugardeginum. Svo
ætlum við bara að hafa gaman saman - grill um kvöldið og
súddirarirey :-) Hlökkum til að sjá ykkur.
Hér eru ráslistarnir
birtir með fyrirvara.
26.07.2010
Lögðum af stað með fyrirspurn um áhuga hestamanna um að
taka þátt í léttu íþróttamóti hérna á Björgum og
viðbrögðin hafa verið frábær. Þar sem að landinn
er nánast gjaldþrota og ekkert hefur verið um að vera í
hestaheimi þá fannst okkur alveg tilvalið að bjóða upp á
ódýra hestaskemmtun með litlu tilkalli.
Vonandi sjá sem flestir sér fært um að mæta - nægt pláss
fyrir hesta og tjöld. Þetta mót er fyrirhugað
næstu helgi þ.e. 31.júlí og 1.ágúst.
Noni og Lilja frá Möðruvöllum
19.07.2010
Fórum með tvær merar á Héraðssýninguna á Akureyri.
Þetta voru þær Amanda Vala frá Skriðulandi og Sóldís frá Björgum en hún er í eigu
Hafdísar húsbóndamóður. Sýningarnar gengu ágætlega
og hækkuðu þær báðar. Amanda Vala með 8 á línuna fyrir
hæfileika(skeið 5) og Sóldís krækti sér td í 9.5 fyrir
prúðleika.
Amanda Vala og Viðar
Sköpulag: 7.73 Kostir: 7.50
Aðaleinkunn: 7.59
Sóldís og Viðar
Sköpulag: 8.29 Kostir: 7.50
Aðaleinkunn: 7.82
12.07.2010
Náðum í fjögur trippi fyrir um svona viku síðan og hafa
frumtamningarnar gengið framar vonum. Búið að
járna eitt að framan og hin eru að verða tilbúin.
Helgi Valur aðstoðartamningarmaður var að kaupa yngri
bróðir Spænis sem er undan Blæ
frá Torfunesi og viljum við óska honum og hans konu til
hamingju með þennan kostagrip!
Nanett og
Nilla með Þórir frá Björgum
Nanett og Sporður frá Hafrafellstungu
yndislegur Tígulsonur með flottar
hreyfingar
08.07.2010
Tókum graðhestana okkar aftur inn svona til að prófa
eftir hestapest. Sá skjótti hóstaði örlítið svo að
hann fær lengra frí en Þór var í
lagi.
Þór og Nanett
töltið allt að koma
Og aftur er sú danska fallin!
08.07.2010
Hún Von okkar féll aftur niður í
veikinni sinni, hitinn rauk upp og bjúgurinn varð meiri
en nokkru sinni. Okkur var bent á Harald
Kiropractor sem hefur verið að fikra sig áfram við
meðferð á hrossum og við viljum meina að þetta hafi gert
kraftaverk fyrir merina. Hans vinna og
þrautseigjan í stelpunum hjá Dýrey er búið að vera með
ólíkindum. Von virðist vera á góðum batavegi á ný.
P.s.Höfum bætt við á sölusíðuna okkar henni
Perlu frá Björgum Hróðsdóttur.
Von í meðferð hjá Halla Kiropractor
Perla frá Björgum
03.07.2010
Okkur hefur bæst liðsauki og auðvitað frá Danmörku.
Þetta er hún Nanett Kvist og eru þær góðar vinkonur hún
og Nilla. Þessi stúlka verður bara hjá okkur í
mánuð þannig það þarf að nota tímann vel - segir hún.
Náðum skotum af henni þegar hún var að prófa mæðgurnar
Venus og Binný frá Björgum.
Venus og
Nanett
Binný og Nanett
Daninn alveg fallinn!
Verðum að láta fylgja með smá syrpu af Björg Moladóttur
:-)
29.06.2010
Nú er það öruggt að fyrsti hesturinn er fæddur.
Brana frá Kjarna kastaði
við Þór frá Björgum í gærkvöldi. Þessi stóri
stubbur hefur hlotið nafnið Brynjar, einstaklega
geðgóður og er búin að bræða alla í fjölskyldunni.
Fanndís,Brana og Brynjar
Algjör knúsimús
26.06.2010
Nýbakaði pabbinn hann Þór frá Björgum fékk smá
sýningarþörf þegar hann sá að ljósmyndarann bar að garði
í dag.
montprik
getur einhver fundið hundinn?
26.06.2010
Leiðrétting á frétt fyrir neðan:
Fórum til að athuga með merar og folöld.....og viti
menn. Hann -Árni- litli undan Aþenu vatt sér á
kvennaklósettið. Annað hvort hefur kynkönnunar
nálaraugað klikkað í gær eða storkurinn leiðrétt mistök
sín. En allavega er -Árni- okkar meri :-)
Dömulegur -Árni-
25.06.2010
Og þá kom að því........fyrsti hesturinn fæddur.
Hann er undan Þór okkar og Aþenu
frá Ytri Hofdölum sem er Hervarsdóttir. Þessi meri
er eign Árna í Arnarholti og gaf hann okkur þetta fyl
fyrir nokkrum dögum þannig það má segja að það sé ennþá
fullt hús mera hjá okkur....ræktunarlega séð....:-)
Svo kom einnig hestur undan Vönju
og Aðal frá Nýjabæ en við lánuðum Simma Vönju
síðasta sumar þannig að enn er fullt hús.......!
-Árni- frá Björgum Vönjusonur
19.06.2010
Vorum að uppfæra sölusíðuna hjá okkur - endilega kíkið á
hross til sölu
18.06.2010
Og enn fengum við meri - komin fimm folöld og allt
merar! Þessi unga dama er undan
Þóru frá Björgum og Hrym frá
Hofi. Hún er stór og vel þroskuð og við höldum að
þetta sé eitt stærsta folald sem fæðst hefur hér á
Björgum. Hún hefur hlotið nafnið Þórey.
Þórey frá Björgum
stór og vel þroskuð
17.06.2010
Höfum verið að "læðast" í útreiðar. Við tókum þá
ákvörðun að prófa hrossin og hefur það bara gengið vel.
Enginn hósti en samt alltaf smá rennsli frá einstaka
hrossum.
Nilla og Venus Smáradóttir
Viðar og Draumur Kládíusarsonur
Viðar og Styrkur Kládíusarsonur
16.06.2010
Það hefur gengið bara ótrúlega vel með Von. Hitinn
hefur haldist niðri og hún hefur ekki fengið lyf í tvo
daga. Bjúgurinn á undanhaldi og matarlistin öll að
koma. Höfum haft hana úti nánast allan
sólarhringinn, tekið hana inn svona 4 tíma á dag.
Nú er bara að reyna að safna utan á hana aftur því hún
hefur misst alla fyllingu - öll lend farin og orðin
beinaber. - Þetta er fljótt að gerast -
Orðin alveg grindhoruð
Smá bjúgur eftir undir kviðnum
11.06.2010
Síðustu tvær vikur hafa verið erfiðustu tímar sem við
höfum upplifað í okkar hestamennsku.
Vonin okkar er búin að vera svo
ofboðslega lasin, með um og yfir 40 stiga hita.
Dýralæknar hafa verið hérna hjá okkur með annan fótinn
og höfum við verið að sjóða hafragraut í tíma og ótíma.
En þessi meri er búin að vera svo sterk, aldrei hefur
hún lagst fyrir eða sýnt okkur að hún ætli að gefast upp
og það hefur haldið okkur gangandi. Loksins í gær
fór hitinn niður í 38 og er hún í dag að sóla sig í
garðinum og er bara nokkuð dugleg að borða. Við
krossleggjum fingur um að það versta sé yfirstaðið.
Fylgst vel með sjúklingnum
komin með mikinn bjúg vegna vökvataps
03.06.2010
Frábær þessi storkur. Líkar greinilega vel við
Hörgárdalinn því hann kom með enn eina merina til okkar
í nótt. Að þessu sinni var það bomban okkar hún
Lilja sem kastaði og auðvitað er
Þór stolti pabbinn.
Skrítið að sjá Liljuna með folald
ónefnd frá Björgum
Klara þroskast einstaklega vel
-algjör hagaljómi-
01.06.2010
Og aftur kom storkurinn með meri til okkar.
Kata kastaði lítilli
prinsessu í nótt sem verður síðasta Molabarnið sem mun
fæðast hér - erum miklir Mola aðdáendur. Hún er
komin með nafn og heitir Klara.
Sætar mæðgur
Klara frá Björgum
29.05.2010
Það er svo erfitt að segja til um í hvorn fótinn maður á
að stíga í sambandi við þessa erfiðu hestapest.
Erum búin að vera að gefa hrossunum okkar frí - taka inn
og byrja rólega - gefa frí - byrja svo aftur....
Fórum nú samt með músina okkar hana
Sísí á kynbótasýninguna á
Sauðárkrók og var hún bara nokkuð hress - hefði kanski
þurft aðeins lengri upphitunartíma eftir fríið. En
við erum alltaf jafn stolt af þessari meri, alltaf
jákvæð og tilbúin í hvað sem er. Hittum góðvin
okkar hann Rikka á króknum og smelltum einni af honum
þar sem hann beið eftir að komast með stóðhestinn sinn
Vísi frá Glæsibæ 2 í byggingardóm.
Sísí og Viðar á króknum
Rikki og Vísir frá Glæsibæ 2
20.05.2010
Og þá kom næsta meri... hún er líka undan Þór okkar og
Framtíð frá Björgum Léttisdóttir. Þegar
hestaheimurinn skelfur út af hestapestinni þá er ekkert
betra en að sjá að lífið heldur áfram og folöld að leik.
hálf völt ennþá
"stóra" systir fylgist vel með
19.05.2010
Fyrsta folald ársins kom í nótt. Þetta er meri og
er hún undan Ísveigu Gustdóttur
og Þór. Heimalingurinn
okkar hún Karen Konn fékk í afmælisgjöf frá okkur að
halda Ísveigu og er þetta útkoman. Til hamingju
Karen. Og ekki er nú leiðinlegt þegar maður fær
rembings-bros frá folöldunum!
Spert og flott
þetta kallar maður alvöru bros!
13.05.2010
Skrítnir tímar á litla Íslandi í dag. Landinn hálf
gjaldþrota, eldgos sem virðist ekkert vera í rénum og
svo þessi hestapest sem lamar nánast alla hestamennsku í
landinu. Hvað höfum við eiginlega gert af okkur -
maður spyr sig!? Við tókum þá ákvörðun í síðustu
viku að gefa hrossunum okkar gott frí því það var farið
að myndast slím í nösum og smá hósti einstaka sinnum.
Tamningarfólk er því afar upptekið við að finna sér
eitthvað annað að gera - girðingar, slóðdraga, kemba
og......
Úff... hvað eigum við að gera
Húsbóndinn fann sér nýtt hobby
01.05.2010
Vorið er komið og hestarnir tapa sér! Opnuðum
ljóta stóra hliðið sem er búið að vera harðlæst í allan
vetur og þetta varð einn skemmtilegasti dagur ársins
fyrir bæði menn og hross!
Stóra ljóta hliðið opnast
hlaupuuuuuum....
nú er að finna bestu drulluna til
að velta sér í!
Völdum nokkur skemmtileg tilþrif og röðuðum þeim í
verðlaunasæti;
no.3 - Baddý frá Stóradal
no.2 - Haukur frá Hraukbæ
no.1 - Von frá Syðra Kolugili
30.04.2010
Allt að gerast með stóðhestinn okkar hann
Fálka Molason. Þessi hestur er svo einstaklega
geðgóður og skemmtilegur karakter. Við héldum að hann
væri eitthvað veikur um daginn, hann lá í stíunni sinni
og var að hneggja - gaurinn var bara svona upptekinn við
að dreyma...:-)
Á meðan húsbóndinn reið út voru aðrir fjölskyldumeðlimir
uppteknir við annað - takk fyrir okkur Gunnhildur!
Gunnhildur snillingur og Rassinegger!
18.04.2010
Þá var það Fákar og Fjör. Vorum með fjögur hross í
sýningunni og gekk bara allt mjög vel - gaman að taka
þátt í þessu.
Fanndís og Sísí - knapar
á uppleið
Nilla og Amanda - klárhryssur
Viðar
og Spænir - þrír fræknir
Viðar og Von - Hrymsafkvæmi
17.04.2010
Ægileg spenna ríkir hér yfir ungu merunum okkar.
Smá bindingur hér og þar en það er allt í góðu lagi!
Binný, Viðar og Kolla
Björg og Viðar
10.04.2010
Yndislegt veður í dag, um 15 stiga hiti og vor í lofti.
Rasmus er búinn að vera í tveggja vikna fríi, kom heim í
dag og gat auðvitað ekki beðið eftir að koma sér í hnakk.
Rassi og Brynhildur Smáradóttir
Nilla og Venus Smáradóttir
Viðar og Binný Venusar og Döggvad.
Aðstoðartamningarmaðurinn Helgi Valur stóðst ekki mátið
þegar hann sá að ljósmyndarinn var á svæðinu og tók
litlu músina okkar hana Sísí til kostanna. Allt
gekk upp, karlinn ljómaði og bauð öllum á Greifann um
kvöldið. Svona á þetta að vera.........
Koma svo..........
karlinn farinn að slaka á
íhaaa.... allir á Greifann!
03.04.2010
Heimasæturnar okkar Fanndís og Nilla tóku þátt í
æskulýðsmóti Líflands og Léttis í dag. Fanndís fór
með Spænir frá Hafrafellstungu í fjórganginn og Von frá
Syðra - Kolugili í töltið. Nilla fór með Amöndu
Völu frá Skriðulandi í fjórganginn og fékk Nökkva frá
Björgum lánaðan hjá Jolla meðeiganda. Þeim gekk
báðum mjög vel og enduðu í efstu sætum á öllum
hrossunum.
Amanda Vala og Nilla
Tvær flottar saman
Efsta sætið 6.10/6.80
Spænir og Fanndís
tvö flott saman líka
Efsta sætið líka 6.20/6.40
Nilla og Nökkvi
Þriðja sætið 6.0/6.33
Fanndís og Von
Annað sætið 5.70/6.50
02.04.2010
Ekkert er gefið eftir í þjálfun hrossa hérna í
páskafríinu. Smellti nokkrum myndum af Nillu að
æfa Björg Moladóttur í spænska sporinu.
30.03.2010
Þá eru komnar nokkrar myndir frá mótinu - allt í boði
Helgu Árnadóttur. Takk Helga
B úrslitin
A úrslitin
Feðginin skiptu á keppnishrossum
Viðar/Amanda Vala og Fanndís/Von
Svo verðum við að láta fylgja mynd af Helgu og Ás(eða
stóra bróa eins og við köllum hann yfirleitt því Amanda
Vala er litla systir hans og Jolli meðeigandi á einn
litla bróa)
Helga Árnadóttir og Ás frá Skriðulandi
28.03.2010
Jæja, þá er stóri dagurinn yfirstaðinn. Við viljum
meina að mótið okkar hafi bara heppnast mjög vel.
Forkeppnin gekk hratt og örugglega og voru þarna mjög
góð hross. Úrslitin urðu:
B - úrslit:
10. Guðmundur karl Tryggvason og Þruma frá
Höskuldsstöðum 6,7/6,5
9. Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Kolfreyja frá
Litlu - Reykjum 6,6/6,58
8. Ólafur Jr. og Fjöður frá Kommu 6,55/6,58
6-7. Atli Sigfússon og Vænting frá Brúnastöðum
6,55/7,08 (upp í A úrslit)
6-7. Helga Árnadóttir og Ás frá Skriðulandi
6,5/7,08 (upp í A úrslit)
A - úrslit:
7. Fanndís Viðarsdóttir og Von frá Syðra -
Kolugili 6,75/4,5
6. Viðar Bragason og Amanda Vala frá Skriðulandi
6,75/6,83
5. Þór Jónsteinsson og Dalrós frá Arnarstöðum
6,75/7,0
4. Vignir Sigurðsson og Gjafar frá Syðra - Fjalli
6,75/7,08
3. Atli Sigfússon og Vænting frá Brúnastöðum
6,5/7,08
2. Helga Árnadóttir og Ás frá Skriðulandi 6,5/7,17
1. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir og Hvinur frá
Litla - Garði 6,95/7,33
Skeiðið var mjög spennandi og munaði 0,01 á besta og
næstbesta tíma.
Skeið úrslit:
3.-4. Svavar Hreiðarsson og Myrkvi frá Kverhólum 4.90
3.-4. Svavar Hreiðarsson og Prinsessa frá Dalvík 4.90
2. Þór Jónsteinsson og Demantur frá Litla - Dunhaga 4.85
1. Svavar Hreiðarsson og Álfheiður 4.84 -Nýja
hallarmetið (50 metrar)
Þór og Svavar börðust grimmt
Um kvöldið var höllin svo opnuð aftur kl.21 og var
húllumhæ langt fram eftir nóttu.
Myndatökumaðurinn stóð sig ekki vel á mótinu, var
upptekinn við eitthvað annað en gerði samning við annan
ljósmyndara um að fá myndir til að príða fréttaveituna
okkar. Myndirnar eru væntanlegar!
26.03.2010
Mikil spenna er ríkjandi hérna á Björgum fyrir
morgundeginum. Skráningar á mótið fóru fram úr
öllum vonum og hlakkar okkur öllum hérna mikið til
morgundagsins. Sjáumst hress og kát!
Ráslisti
26.03.2010
Þá lauk KEA mótaröðinni í toppreiter höllinni á Akureyri
í gærkvöldi. Lokagreinarnar voru slaktaumatölt og
skeið. Viðar fór með Spæni frá Hafrafellstungu í
báðar greinarnar - frekar ólíkar áherslur. Þeir
lentu í öðru sæti í T2 og var Viðar orðinn efstur í
stigasöfnuninni eftir það. En skeiðið dugði ekki
til hjá karli í þetta skiptið og endaði Viðar í þriðja
sæti í stigasöfnuninni.
Viðar og Spænir í slaka taumnum
Lúlli loftbelgur hafði það - góður
Viðar og Spænir í skeiðinu
Lokaniðurstaða -
Baddi - Ásdís - Viðar - Lúlli - Stebbi
21.03.2010
Á stjörnutölti árið 2003 þegar Hrymur frá Hofi var í
stóðhestasýningu vatt ung kona sér upp að okkur og bauð
okkur að kaupa fyl undan þessum nýja unga stóðhesti.
Við vorum svo hrifin að Hrym að við létum slag standa og
versluðum á staðnum. Útkoman úr þessu ævintýri
okkar varð Vonin okkar frá Syðra
Kolugili. Sjö árum síðar er Viðari svo boðið að
mæta með hana á stjörnutöltið og gerðu þau sér lítið
fyrir og enduðu í fimmta sæti eftir forkeppnina.
Áhorfendur stóðu svo með þeim og héldu þeim inni í
úrslitunum. Takk fyrir það allir!
Von og Viðar nr.5
Von og Viðar í forkeppninni
Sigurvegarar kvöldsins -
Barbara Wenzl og frábæri hestur
hennar Dalur frá Háleggsstöðum
16.03.2010
Nú er loksins komið að því...... Fyrsta Bjargarmótið í
nýju reiðhöllinni okkar verður haldið 27. mars.
Keppt verður í þrígangi þ.e. hægt tölt - brokk - frjálst
- einn hringur af hverju. Einnig verður keppt í skeiði
og verður þá fyrsta hallarmetið slegið. Styrktaraðili að
þessu móti er Sigmundur Sigurjónsson og gefur hann
peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin.
Skráningin kostar 1.000kr. og er tekið á móti þeim í
síma 6616111 eftir kl.19. Einnig er hægt að senda
skráningu á
viddiogolla@bjorg1.is. Skráningu líkur fimmtudaginn
25.
11.03.2010
KEA mótaröðin - fimmgangur. Viðar fór með tvö
hross í þetta skiptið, Spæni frá Hafrafellstungu og
músina okkar hana Sísí
Brjánsdóttir frá Björgum. Rasmus tók líka þátt og
mætti með Styrk
Kládíusarson frá Björgum. Þeir gerðu það bara
nokkuð gott, náðu báðir inn í B úrslit og enduðu í 7. og
9. sæti.
Sísí og Viðar nr. 7
Styrkur og Rassi nr. 9
B úrslitin - góður Lúlli!
(keppnisfrumraun)
03.03.2010
Meistaradeild K.S. tölt. Viðar mætti með Von en
forkeppnin klikkaði örlítið og í svona sterkri keppni
leyfist mönnum ekki nein mistök. Þannig að aftur
fóru þeir Loftur og Loftbelgur stigalausir heim.
Lentum í hundleiðinlegu veðri á heimleiðinni svo að
danirnir okkar voru yfir sig stressaðir.
Stressaðir danir í aftursæti.
25.02.2010
Þá var það KEA mótaröðin - fjórgangur. Viðar fór
með Vonina og Nilla mætti með tvö hross -
Spæni frá
Hafrafellstungu og keppnisfrumraun með
Amöndu Völu frá
Skriðulandi. Eftir forkeppni var Spænir efstur inn
í B úrslit af okkar hrossum og Von og Amanda jafnar að
stigum. Þar sem Nilla varð að velja á milli
hrossanna sinna þá ákvað tamningarkonan í henni að velja
Amöndu - taldi þetta vera góð tamning fyrir merina.
Von og Viðar fóru á kostum í B úrslitunum og kræktu í A
úrslitin. Þar héldu þau sama leik áfram og enduðu
efst. Þar með er Viðar orðinn efstur í
stigatöflunni.
Spænir og Nilla
Amanda Vala og Nilla
B úrslitin
Sigurvegarar kvöldsins
24.02.2010
Nýr vinnumaður mættur til starfa hérna hjá okkur, þetta
er hann Rasmus B. Christensen frá Danmörku. Fyrsti
reiðtúrinn hans var hún Binný Döggvadóttir og ljómaði sá
danski þegar heim var komið. Þessi meri er alveg
einstaklega efnilegt trippi.
Nýi vinnumaðurinn hann Rassi
Rassi og Binný frá Björgum
19.02.2010
Meistaradeild K.S. byrjaði á miðvikudaginn á fjórgangi.
Viðar fór með Vonina okkar og gekk bara bísna vel hjá
þeim. Endaði leiðinlega - einu sæti frá úrslitum
sem þýðir engin stig í hús. En við vorum mjög sátt
við einkunnina 6,53. Fórum í samfloti með Lúlla og
á heimleiðinn var hann mikið að spá í hvort hann væri á
réttri hillu í lífinu. Ekki ánægður með árangurinn
hjá sér og er að spá í að skipta um vinnu.....
Von og Viðar - 6,53
Lúlli og nýja atvinnuhugmyndin!
13.02.2010
Aðstoðartamningarmaðurinn okkar Helgi valur Grímsson
fékk Spæni "lánaðann" hjá Nillu í dag og fór með hann á
ísmótið hjá Hring á Dalvík. Gamli tætti brautina í
sig en endaði í því leiðinlega sæti no.6. Hann
hefði örugglega rúllað yfir allt og alla í úrslitunum
því forkeppnin var aðeins upphitun hjá þeim félögunum!!
Komum við hjá Kristmundi í Skriðulandi á heimleiðinni
til að kíkja á ungfolann okkar hann
Þórarinn. Þar
er hann í góðu yfirlæti í ungfolahólfi. Mikið
gaman og mikið fjör þar.
Spænir og Helgi frábærir saman
Viddi og Lúlli -Loftur og Loftbelgur
Þórarinn Klerksson
12.02.2010
Tókum þátt í KEA mótaröðinni sem var haldið í
reiðhöllinni á Akureyri i gærkvöldi og gekk framar
"Vonum". Von og Viðar voru efst eftir forkeppni en
Ásdís Helga og gæðingurinn hennar Von frá Árgerði náðu
að krækja í efsta sætið í úrslitunum.
Einkunn: 7.39
Ásdís, Viðar, Pétur, Sveinn og Biggi
Nilla og Jolli áttu sitt einka einvígi á þeim Spæni og
Nökkva og biðu spennt eftir útkomunni!
Spænir og Nilla, einkunn: 5.50
Nökkvi og Jolli, einkunn 5.50
31.01.2010
Úff hvað það er gott að vera með reiðhöll í þessum
kulda. Heimalingurinn okkar hún Karen Konn mætti í
dag til að fá að ríða út en kuldinn beit svo í kinn að
það vara bara flúið inn í höll. Fyrir valinu hjá
Kareni í dag varð hún Amanda
Vala sem er eitt yndislegasta hross sem að við höfum
kynnst. Mjög efnileg en hún hefur átt við smá
fótamein síðustu vikur.
Amanda og Karen
Sætastar saman
28.01.2010
Viðar skellti sér í úrtöku meistaradeildar KS í
Svaðastaðarhöllinni á Sauðárkróki í gærkvöldi. Í
fjórganginn fór hann með Von
Hrymsdóttur og í fimmganginn mætti hann með
Sísí Brjánsdóttur.
Þetta gekk bara vel hjá honum, allavega var markmiðinu
náð - hann komst inn.
Von og Viðar í úrtöku.......................
Sísí og Viðar í úrtöku.......................
Þessir knapar komust inn
Sísí og Von bíða eftir að taka til
Baldur höfðingi heim að sækja.
kostanna á Króknum
Góður rafvirki karlinn!
16.01.2010
Mikið fjör og mikið gaman þessa helgi. Tekið þátt
í nýárstölti Léttis í gærkvöldi og gekk bara mjög vel
hjá okkur Bjargarbúum. Jolli vann sinn flokk
(minna vanir) á Nökkva frá Björgum og fylgdi Nilla honum
farst eftir á Spæni frá Hafrafellstungu. Þetta á
eftir að verða skemmtilegt einvígi þeirra á milli í
vetur. Viðar mætti svo með Vonina sína og gekk
bara nokkuð vel - endaði í fjórða.
Nilla og Spænir
Jolli og Nökkvi
Og svona fór þetta
Viðar og Von
Lúlli, Atli, Baddi, Viðar og Tryggvi
Góður með lýsisbrúsa í fanginu
Í dag var svo folaldasýning Framfara haldin í nýju
aðstöðinni okkar hérna og mættu múgur og margmenni.
Heppnaðist bara mjög vel - allir kátir og glaðir.
Lúlli átti bros dagsins....... enda frábær helgi hjá
honum.
Til hamingju Lúlli og - já bara til hamingju
allir!
Múgur og margmenni
Guð ég lofa að vera góður ef ég
Siggi, Jolli og Berti no.1 í merafl.
fæ að vinna í þetta skiptið - plííís
Kanski er Guð kona Berti.....!
Folöldin rekin til
Sverrir, Helga og Lúlli í hestafl.
Og Lúlli hafði það tvöfalt! Hest í
fyrsta sæti og svo var það folald
valið flottasta folaldið - frábært
14.01.2010
Höfum verið á fullu undanfarna daga við að klára allt
eins og það er kallað "smotteríið" í sambandi við
reiðhöllina og tengibygginguna. Búið að virkja
nánast alla hér á Björgum með pensla og nú má segja að
allt sé orðið klárt. Við viljum þakka eftirtöldum
aðilum fyrir frábæran stuðning við okkur:
Fákasport - Húsasmiðjan - Vífilfell - Gunni Frím.
stuðmaður - Þröstur Guðjónsson Málningarmiðstöðin og
Anton Sölvason múrari.
Fyrsta viðhöfnin í reiðhöllinni okkar verður á
laugardaginn. Þá verður Framfari með
folaldasýningu og byrjar hún kl. 13:00. Vonandi
sjá flestir sér fært um að mæta, taka út afraksturinn
okkar hérna og berja augum á hrossarækt Framfarafélaga.
Folaldasýning Framfara 2002
12.01.2010
Nýja árið hefur byrjað bara nokkuð vel hjá okkur.
Nilla átti afmæli þann 8. jan og húsbóndinn hér á
björgum í dag.
Nilla 21árs
Viðar 40ára
Vorum með létt teiti á laugardagskvöldið svona í tilefni
tugatímamóta bóndans.
Sumir sungu
Meðan aðrir komu sér vel fyrir
Gleðilegt nýtt ár!
|