Fréttir 2013

Heim
Fréttir
Hrossin okkar
Myndir
Til sölu
Björg 1
Tenglar

31.12.2013
Jæja, þá er árið á enda og skilur það mikið eftir sig í minningarbankanum okkar.  Við erum svo stolt af Bjargarhrossahópnum okkar sem lönduðu mörgum sigrum á árinu.  Viðar sigraði heila mótaröð og endaði fjórði í KS deildinni - allt á Bjargarskvísum.  Kynbótasýningin á Björg á eftir að lifa lengi hjá okkur þar sem hún landaði 7 níum og svo enduðu fegðinin á heimilinu keppnistímabilið með því að landa bæði efnilegasta knapatitlinum og íþróttamann Léttis titlinum.  Húrra fyrir þessu öllu og húrra, húrra, húrraaaa fyrir nýja árinu!
           
                  Þær stóðu sig vel þessar skvísur á árinu og auðvitað knapinn líka :-)

                                
                                            Flottir og góðir bikarar í höfn

20.12.2013
Höfum ekki verið dugleg með fréttaflutnig undanfarið en nóg hefur nú samt verið að gera hérna, með fullt hús og mörg efnileg hross.  Veðrið hefur heldur ekki leikið við okkur og lítið hefur verið hægt að ríða út en í dag rofaði til og fyrir skotlínu myndavélarinnar urðu fótaburðadrottningarnar okkar þær Þórdís frá Björgum og Binný frá Björgum en þær nutu sín vel úti í dag.
                                 
                                 
                             Þórdís farin að minna mikið á systur sína hana Björg

                                 
                                  Binný......... hún er alveg mögnuð þessi meri

04.11.2013
Afmælis og uppskeruhátíð Léttis var um helgina og má segja að við séum orðlaus eftir þessa hátíð - náðum að landa stóru verlaununum þ.e. Fanndís efnilegasti knapinn og Viðar íþróttamaður ársins!  Við erum að springa úr stolti yfir hestakostinum okkar sem er endalaust að færa okkur ómetanlega gleði.  Einnig viljum við óska Sigfúsi Helgasyni til hamingju með sitt en hann var heiðraður með gullmerkjum frá bæði Létti og ÍSÍ - já Fúsi okkar...... þú ert snillingur!
                                 
                Ungmennin okkar Léttismanna                     Íþróttamaður ársins hjá Létti

                                 
                   Sigurvegarar kvöldsins                      Hamingjusamasta fjölskylda kvöldsins

01.11.2013
Það er búið að vera fullt að gera í trippatamningum hjá okkur - tókum inn sjö þriggja vetra og hefur gengið ótrúlega vel með allt gengið, öll orðin reiðfær.  Búið að sleppa meiri hlutanum og keppnisliðið okkar er komið inn í hús.  Þannig að nú er verið að járna og smá saman koma þeim í gegn um fóðurbreytinguna.  Erum með mjög spennandi fimm vetra fola sem við ætlum að hafa eitthvað lengur inni og var paparassinn á ferðinni þegar tamningarmennirnir voru að leika sér á tveimur þeirra inn í reiðhöll.
         
     Bjöggi og Hrólfur Hófsonur            Viðar og Bragi Þórssonur            Mjög fasmikill hann Bragi!

02.10.2013
Fórum og kíkkuðum á ungfolana okkar sem eru í hólfi á Staðarbakka.  Þeir líta bara mjög vel út - feitir og pattaralegir.  Komum einnig við hjá Kormák frá Björgum en hann fékk til sín nokkrar prinsessur í sumar og er að við höldum bara mjög sáttur við sitt hlutverk :-)
         
       Ungfolagrúbban okkar             V:Sólfari m:Sóldís f:Fróði               Lexus og Lúðvík Liljusynir
                                                 H:Kraftur m:Kata f:Fálki                 undan Vita og Ódeseif

                              
                 Kormákur m:Kata f:Kvistur                        Sáttur við sitt hlutverk!

21.09.2013
Þetta var aldeilis "Magnað" folaldasumar hjá okkur enda öll folöld undan sama stóðhestinum honum Magna frá Þjóðólfshaga.  Fórum í dag og kíkkuðum á folöld og merar sem öll eru komin heim.  Folöldin eru mjög hreyfingarfalleg og geðslag súper.
                              
                 Kata og Katrín frá Björgum                 Sólfaxi, Balda og Fanndís öll frá Björgum

                              
                     Viggó frá Björgum                              Stígur Keppnis frá Björgum

09.09.2013
Jæja nú finnst okkur sumarið vera á enda, búið að sleppa öllum keppnis hrossunum og allt á fullu við að undirbúa fyrir veturinn.  Lokagiggið var kynbótasýningin hennar Þórdísar og gekk það svona upp og ofan - endaði í mjög svo kunnuglegri einkunn eða 7,97.... en hún náði nú samt fyrstu verðlaunum fyrir hæfileika.  Þannig að nú eru báðar Moladæturnar okkar yfir 8 í hæfileikum:-)
                                               
                                                  Þórdís frá Björgum Ae 7,97

07.09.2013
Gerðum smá djók í vinnufólkinu okkar en gleymdum að hugsa þetta til enda......... nú er ekki lengur hægt að fá þau til að fara með ruslið!   Video

22.08.2013
Fórum á Hóla í gær og horfðum á Nilluna okkar taka þetta líka snilldar upptökupróf - stelpan algjörlega rúllaði þessu upp!  Elsku Pernille okkar.....risa knús til þín og til hamingju með reiðkennaratitilinn þinn!
           
  Auðvitað svínskeiðaði Álfsteinn      kéllan búin að landa þessu:-)         Mette stolt af útskriftar-
       einkunn: skeið 9                                                                          nemanda sínum

14.08.2013
Einarsstaðarmótið var haldið um helgina og auðvitað æddum við þangað.  Ungmennin okkar stóðu sig risa vel og bættist Karen í hópinn með hann Þórir okkar frá Björgum.  Þau lentu í hremmingum rétt fyrir úrslit því einhverra hluta vegna var lagt af stað með rekstur í miðri keppni og lenti Karen með þórir í rekstrinum.  Allt fór þó vel en klárinn var alveg búinn á því í úrslitunum.  Fanndís og Bjöggi enduðu í fyrsta og öðru sæti með stórgóðum sýningum.  Viðar stólaði á Binný í A flokknum en merin stökk upp í skeiðsprettinum og var þá tekin ákvörðun að mæta með merina í töltið.  Það gekk bara fínt og enduðu þau í þriðja sæti.  Feðginin Fanndís og Viðar komust bæði inn í b úrslit í A flokk, Fanndís á Sísí og Viðar á Þórdísi og enduðu þau með nákvæmlega sömu einkunn.
Fínt mót og allir skemmtu sér vel þó sérstaklega á laugardagskvöldið:-)
           
    Karen og Þórir frá Björgum           Björgvin og Perla frá Björgum       Fanndís og Björg frá Björgum

           
  Fanndís og Björg náðu hæstu            Úrslit ungmennaflokkur                Flottar Bjargarskvísur
  einkunn í forkeppni: 8,61
           
    Fanndís og Sísí frá Björgum          Viðar og Þórdís frá Björgum          Viðar og Binný frá Björgum

           
  Við vitum hvað þessar voru að      Gleði og grín á laugardagskvöldi    Og þetta er tilþrif helgarinnar í
  gera fyrir ca 8 mánuðum....                                                             boði Svein Inga!!!

30.07.2013
Fákaflug á Vindheimamelum og skvísurnar okkar þær Binný og Björg skiluðu heldur betur sínu.  Björg endaði í fimmta sæti í B flokk og Binný endaði þriðja í A flokk.  Skemmtilegt mót í mjög góðu veðri:-)
           
                                        Viðar og Björg frá Björgum fimmta sæti 8,53

           
                                        Viðar og Binný frá Björgum þriðja sæti 8,58

28.07.2013
Íslandsmót barna,unglinga og ungmenna var haldið á Hlíðarholtsvelli og á vegum Léttis.  Frábært mót í alla staði, veðurblíða og hestakosturinn magnaður.  Ungmennin okkar stóðu sig mjög vel - Bjöggi fimmti í gæðingaskeiði á Sísí og heimasætan náði inn í þrenn úrslit þ.e. 7.sæti í fimmgangi á Binný, 6.sæti á Björg í fjórgangi og fór svo á kostum í T2 á Björg, endaði í öðru sæti með einkunn upp á 7,46!
                             
                      Fanndís og Björg í T2                         Úrslit T2 Íslandsmót´13

30.06.2013
Fórum með ungu stóðhestana okkar í frelsið inn í Hörgárdal.  Þetta er svo frábær staður og maður getur auðveldlega gleymt sér yfir náttúrufegurðinni þarna.
           
   Stubbarnir á leið yfir "brúnna"            Hjúkket... komnir yfir                 Svooo geggjað þarna!

30.06.2013
Rammi frá Búlandi er mættur á norðurlandið og er hann á okkar vegum.  Fórum með tvær merar undir hann en það eru þær Kata frá Björgum og Venus frá Björgum.  Frábær hestur hann Rammi.
                             
                         Rammi frá Búlandi                   Þær hafa það gott merarnar hjá Ramma

30.06.2013
Þá er Kormákur frá Björgum kominn í hólf með nokkrum merum og ljómar kappinn yfir þessu nýja líferni.  Þeir ljómuðu ekki eins mikið girðingar - viðgerðarmennirnir, einhver óæskilegur sem lét þá ekki í friði.
           
     Kormákur frekar ánægður              Óvætturinn mættur......            og þessi er frekar hræddur!

29.06.2013
Afmælismótaröð Léttis heldur áfram og það voru tvö mót í vikunni - gæðingaskeið og fjórgangur.  Frábært að fá loksins að keppa í gæðingaskeiði og ljómuðu bæði Bjöggi og Fanndís því þau höfðu aldrei prófað þessa grein.  Gekk vel hjá öllum (Bjöggi + Þórir frá Björgum, Fanndís + Sísí frá Björgum, Viðar + Binný frá Björgum)  og endalaust ætlar hún Binný að koma okkur á óvart, hún endaði í þriðja sæti með einkunn upp á 6.76.
Við hringluðum örlítið með hrossin í fjórgangnum eða Viðar fékk Perluna hans Bjögga, Bjöggi fékk Þórdísi okkar og Fanndís mætti með fimmgangsmerina Sísí.  Frábær árangur hjá öllum, Bjöggi vann ungmennaflokkinn, Fanndís varð önnur og Viðar + Perla enduðu í öðru sæti í opna flokknum.
           
        Úrslit gæðingaskeið                  Úrslit fjórgangur ungmenni        Úrslit fjórgangur opinn flokkur

           
   Bjöggi og Þórdís frá Björgum          Fanndís og Sísí frá Björgum                  Flott saman!

28.06.2013
Þá er síðasta folaldið komið í heiminn hjá okkur í sumar og viti menn, við fengum brúnt eftir allt saman.  Þessi litli snillingur er undan Liljunni og auðvitað Magna frá Þjóðólfshaga eins og öll hin.  Húmorinn og lífsgleðin klikkar ekki hjá þessum frekar en hinum, ljósmyndarinn átti í erfiðleikum með að ná pósumynd af kappanum en hann hoppaði og skoppaði um aðeins c.a. sjö klukkustunda gamall.
           
    Þetta kallar maður lífsgleði                       og þetta.....                Það tókst, stóð kyrr í tvær sek.

23.06.2013
Erum svo stollt af Nillunni okkar, sigraði A flokkinn á fjórðungsmótinu með glans á Álfsteininum sínum og fékk einnig FT verlaunin.  Þessi dúlla er nottlega algjör snillingur.
                                        
                                             Til hamingju flotta par!

Nilla tók inn Snilld frá Björgum en það er þriggja vetra meri sem hún á og var merin frekar létt og stygg.  Eftir einn dag í frumtamningu hjá eiganda sínum var merin orðin algjört gæludýr og var teymd upp í kerru daginn eftir eins og fulltamið hross - já svona er Nilla...... algjör snillingur!
                               
                Nilla og Snilld frá Björgum                               merin orðin "Nilluð"

15.06.2013
Skemmtilegasti tími ársins........ folöldin koma núna á færibandi eða "stabblarabandi" eins og einn daninn okkar kallaði það.  Öll eru þau undan spriklaranum honum Magna frá Þjóðólfshaga 1 og erum við nokkuð sannfærð um að hafa veðjað á rétta hestinn því aðra eins litadýrð höfum við ekki séð hjá okkur og ekki skemmir fótaburðurinn fyrir!
           
            Kötudóttirin                                Brönudóttirin                    Nýfæddur Sóldísarsonurinn

                                          
                                           Ef maður er ekki ánægður með þetta.......

14.06.2013
Afmælistöltmót Léttis og við auðvitað með.  Bjöggi með Perluna sína, Fanndís með Binný og húsbóndinn gerði frumraun með Þórdísi.  Fanndís heimasæta tók karlpeninginn í nefið og skildi þá félaga eftir í B úrslitum og endaði sjálf í fjórða sæti með 6,89.  Viðar og Þórdís unnu Búrslitin ásamt Simma bróa en húsbóndanum fannst komið nóg fyrir unga og óreynda Þórdísi og dróg sig úr A úrslitum.  Gott og skemmtilegt mót og þulurinn Sigfús Helgason fór á kostum eins og oft áður.
           
      Binný og heimasætan                     Þórdís og húsbóndinn                 Perla og heimalingurinn

                               
             Hálfgerð Bjargarmóta B úrslit             A úrslit - Ás frá Skriðulandi verðskuldaður sigurvegari

09.06.2013
Erum alveg hrikalega spennt fyrir ungfolanum okkar honum Kormáki frá Björgum en hann er undan Kötu frá Björgum og Kvist frá Skagaströnd.
                               
                      Nýjasta vonarstjarnan okkar hann Kormákur frá Björgum

04.06.2013
Fyrsta folald ársins hjá okkur kom í heiminn á sunnudaginn!  Þegar Binný stóra systir var að gera það gott í gæðingakeppninni braust litli bróðir í heiminn en hann er undan honum Magna frá Þjóðólfshaga I og Venus frá Björgum.
                                             
                                                    Fyrsta folald ársins

04.06.2013
Gæðingamót Léttis um helgina.  Bjöggi og Fanndís í ungmennaflokk með Perlu og Spænir, húsbóndinn með Björg í B flokk og Þórdísi og Binný í A flokk.  Bjöggi sigraði sinn flokk og Fanndís varð önnur á óþekkum Spæni.  Björg varð önnur eftir forkeppni og náði með þeirri sýningu hinum eftirsótta hryssubikar en hann fær sú hryssa sem er með hæstu einkunn eftir forkeppni.  Binný varð líka í öðru sæti eftir forkeppni og sigurvegari dagsins í okkar hópi var hún Þórdís en hún varð í þriðja sæti eftir forkeppni en þetta var hennar frumraun í A flokki.  Við drógum hana út úr úrslitunum og lukkulega vildi til að Nilla okkar fékk að spreita sig í úrslitunum í staðinn með Álfsteininn sinn en hún var í heimsókn hjá okkur þessa helgina. 
           
  Perla frá Björgum 8,22/8,43         Spænir frá Hafrafellst. 8,19/8,24            Úrslit ungmenni

           
     Björg frá Björgum 8,47/8,44                  Úrslit B flokkur                     Spútnik hross B flokks:
       Hryssubikarinn í höfn!                                                                    Pistill frá Litlu-Brekku

           
    Binný frá Björgum 8,45/8,58       Álfsteinn frá Hvolsvelli 8,28/8,34      Spútnik hross A flokks:
                                                                                                       Sólfaxi frá Sámsstöðum

           
            Úrslit A flokkur                        Flottir Viddi og Hössi á gráu gæðingunum sínum!

19.05.2013
Tvö hross hafa skipt um eigendur hjá okkur en það eru þau Perla og Þór.  Heimalingurinn okkar Björgvin Helgason keypti Perlu en þau eru búin að gera það gott saman á keppnisvellinum í vetur.  Bjarki Fannar Brynjuson fékk Þór í fermingargjöf í dag en Bjarki hefur verið að koma til okkar undanfarið til að prufukeyra Þór.  Við óskum nýju eigendunum til hamingju með hrossin sín!
           
          Perla frá Björgum og nýi eigandinn Bjöggi Helga.                         Bara grobbinn þessi!

           
         Stór stund hjá Bjarka og Þór í dag þegar fjölskyldan afhenti drengnum fermingargjöfina.

18.05.2013
Nú er búið að járna Binný og kallar húsbóndinn nýju járninguna "keppnis".  Paparassin náði að skjóta á parið þegar verið var að prufukeyra.
                           
                                     Binný komin á keppnis.........:-)

17.05.2013
Fórum með þær Þórdísi, Binný og Björg í kynbótasýningu og hækkuðu þær allar hjá Viðari. Björg fór algjörlega á kostum og rakaði inn níum þ.e. fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geð, hægt stökk, bak og lend og hófa........... alls 7 stikki níur!
           
          Björg frá Björgum                        Binný frá Björgum                       Þórdís frá Björgum

23.04.2013
Fákar og fjör um helgina - flottir fákar og mikið fjör!  Við vorum með atriði, Viðar var líka með Björg í Moladætrum og rúsínan í pylsuendanum hjá okkur var að Amanda Vala kom hingað norður til að vera með í Skriðulandsskrautunum og fékk Viðar að vera með hana.  Æðislegt að sjá hana aftur því hér hefur verið mikill söknuður eftir henni.  Frábær sýning og skemmtilegt kvöld!
                           
              Amanda og Viðar í kirkjunni hjá               Guðni fór á kostum þegar hann
                   Gumma og Helgu                                      setti mótið!

Hér eru nokkur video brot af sýningunni:

                                      Okkar atriði              Skriðulandsskrautin

                                         Moladætur                Grín - atriði
 

01.04.2013
Ungmennin okkar tóku þátt í Æskulýðsmóti Líflands og Léttis um helgina og má segja að þau hafi farið á kostum, fyrsta og annað sætið á línuna - til hamingju Fanndís og Björvin!
           
      1.Bjöggi og Þór 6,80                    1.Fanndís og Sísí 6,83               1.Bjöggi og Perla 7,00
    2.Fanndís og Þórdís 6,57                 2.Bjöggi og Þórir 6,53             2.Fanndís og Spænir 6,78

31.03.2013
Lokakvöldið í KEA mótaröðinni var mjög spennandi.  Viðar fór með þær Björg og Binný í T2 og náði þeim báðum inn í úrslit, Binný 7,0 og Björg 7,07.  Binný varð fyrir valinu því það var áskorun að sjá hvernig hún tæki slaka taumnum með fleirum inná.  Gegg upp og ofan með það en hún endaði í þriðja sæti með einkunn 6,92.  Þá var skeiðið eftir og okkar kandidatar voru þær Sísí og Binný.  Þær stóðu sig frábærlega þó sérstaklega Sísí sem náði tímanum 5,48 og endaði í 6.-7.sæti.  Þetta tryggði Viðari hálfa stigið sem þurfti á móti Lúlla en hann var búin að saxa verulega á forskot Viðars. Semsagt, stigahæsti knapinn í ár er hann sjálfur....... Viddi Braga!
                             
                         Úrslit T2                                       Lokaniðurstaðan 2013

21.03.2013
KS fimmgangur í gærkvöldi.  Fórum með Binný til leiks og lánuðum Baldvin Ara Sísí.  Forkeppni þeirra beggja heppnaðist vel og náðu þær báðar inn í A úrslitin.  Binný og Viðar enduðu í öðru sæti og Baldvin og Sísí í því fimmta.  Við erum að springa úr stolti yfir þessum árangri...... íha...!
           
      Binný og Viðar 6,93/7,33             Sísí og Baddi 6,77/6,98                          A úrslitin

19.03.2013
Stjörnutöltið var um helgina og mættum við þangað með nokkra kandidata - Björg í töltið og Binný, Perlu og Þórdísi í merasýningu.  Björg var ekki að finna sig á ísnum en hinar dúllurnar komu vel út úr þessu og knaparnir (Viðar, Fanndís og Björgvin) voru mjög sátt við sitt og heyrðist frá einum þeirra að þetta hefði verið "eitt það skemmtilegasta ever".
           
          Bjöggi og Perla                          Fanndís og Þórdís                      Húsbóndinn og Binný

15.03.2013
Tölt í Kea mótaröðinni og Björg okkar kom sá og sigraði.....:-) 
           
      Björg frá Björgum 7,39                       "Sigurvegarinn"                  Bjöggi og Perla stóðu sig risa
                                                                                                 vel - enduðu í 7. sæti 6,67

03.03.2013
Ungmennin okkar þau Fanndís og Björgvin tóku þátt í árshátíðartölti Léttis í gær og fóru með tvö óreynd hross eða þau Villing frá Björgum og Þórdísi frá Björgum  bæði Molabörn.  Fanndís náði inn í B úrslitin og endaði í áttunda sæti með Villinginn sinn en Bjöggi fór alla leið og endaði í fyrsta sæti með Þórdísi - flott hjá þeim.  Um kvöldið var svo húllumhæ í höllinni og náði heimasætan að landa bikar þar en hún var valin efnilegasti knapinn fyrir árið 2012.  Frábær árshátíð hjá Létti í nýju aðstöðunni, geggjaður matur frá Bautanum (heyr heyr Gummi og Helga) og hvað er betra en að enda þessa skemmtilegu viku í frábærum vinahóp þar sem allir virtust skemmta sér konunglega.  Til hamingju Léttisfólk með þetta allt saman!
           
       B úrslitin árshátíðartölt                         A úrslitin                       Efnilegasti knapinn 2012

01.03.2013
Frábær árangur hjá Viðari í Kea mótaröðinni í gær.  Fór með þær Sísí og Binný í fimmganginn og var í toppsætunum tveimur eftir forkeppnina.  Binný varð svo fyrir valinu í áframhaldinu og kláruðu þau dæmið með sæmd eða fyrsta sætið:-)  Krakkarnir stóðu sig líka risa vel, tóku inn þá Styrk frá Björgum og Þórir frá Björgum fyrir nokkrum dögum og skiluðu þeir sínu bara ótrúlega vel - báðir yfir 5 sem var markmiðið.
           
                 Viðar og Binný fimmgangur Kea mótaröð                                 Sætur sigur......:)

23.02.2013
Þá eru mótaraðirnar hafnar.  Náðum tveimur inn í A úrslit í Kea mótaröðinni en það voru þær Perla frá Björgum með Björgvin sem knapa og Björg frá Björgum með húsbóndann sem knapa.  Perla og Björgvin enduðu í fjórða/fimmta með einkunnina 6,87 og Björg og Viðar í þriðja með 6,93.  Svo var það KS deildin og gekk þar framar vonum, Viðar og Björg voru þriðju eftir forkeppni með 6,83 og enduðu fjórðu í úrslitunum með 7,03 eða fjórum kommum á eftir Lúlla:)  Góð ferð á krókinn og allir kampakátir!
                            
              Perla og Björgvin mögnuð saman               Björg og Viðar í Kea mótaröð

                            
                Úrslit Kea mótaröð fjórgangur                   Úrslit KS deild fjórgangur

17.02.2013
Afmælisbarn dagsins - Björgvin Helgason orðinn tvítugur!
                            
                   Afmælisbarnið með afmælisgjöfina frá okkur í fyrsta teymingatúrnum.

08.02.2013
Við erum með stóðhest á fimmta undan Rökkva frá Hárlaugsstöðum fyrir Bróa á Brennihóli í tamningu og tókum við myndir af honum í dag.  Þetta verður fannta góður hestur með flottar gangtegundir.
                            
                                          Bjöggi og Roði frá Ytri Brennihóli

Húsbóndinn tók Fálka til kostanna og var Séra Matti með vilja og varfærni í fyrirrúmi alveg gáttaður:-)
                            
                  Séra Matti fylgist vel með                        Flottur hann Fálki

27.01.2013
Fórum á þetta líka skemmtilega ísmót í Skriðu.  Fimm knapar, fimm hross og öll frá Björgum.  Gaman að geta farið með hrossin á mót svona mitt í tamningarferlinu.  Frábært framtak hjá snillingunum í Skriðu - takk fyrir okkur!
          
           Fanndís og Sísí                            Bjöggi og Þór                          Camilla og Fálki

                            
                           Nilla og Perla                                  Viðar og Binný

23.01.2013
Þau voru flott feðginin á Molabörnunum sínum í dag.
                            
                        Viðar og Björg                                  Fanndís og Villingur

19.01.2013
Hrossin eru svo fersk og skemmtileg þessa dagana.  Þó færið sé ekkert sérstakt (full mikið af ís) þá er veðrið svo frábært og hrossin frískast svo mikið við að komast út.  Tókum myndir af enn einu Mola barninu okkar sem er mótast svo einstaklega vel en þetta er hún Þórdís frá Björgum.  Þegar heim var komið tókum við eftir að yngsta Molaafkvæmið stóð við hliðið og kitlar okkur í puttana að taka hana inn en ætli við verðum ekki að bíða fram á sumar eftir henni - hún er bara á þriðja ári.
          
                      Þórdís frá Björgum 6v. Moladóttir                                   Klara frá Björgum
                                                                                                    M: Kata - F: Moli

14.01.2013
Jæja jæja, fullt búið að gerast á glænýja árinu.  Nilla afmæli, húsbóndinn afmæli og Bjöggisín fékk fyrirfram tvítugs afmælisgjöf frá okkur - eitt stikki hest! Ungu stóðhestarnir komu heim og fyrsta töltkeppni ársins var haldin í Topreiter höllinni á Akureyri um helgina.  Sem sagt, allt komið á fullan sving og bara spennandi ár framundan.
                             
              Kormákur og Lúðvík komnir heim                  Afmælisgjöfin hans Bjögga
                                                                     Þórólfur frá Björgum 4v. F:Fálki M:Þóra

          
       Bjöggi og Perla nýárstölt             Camilla og Fálki nýárstölt           Fanndís og Sísí nýárstölt

                            
                Viðar og Binný nýárstölt                                 Úrslitin nýárstölt
                                                                   Lúlli, Baddi, Gummi, hann sjálfur og Úlla


  Fréttir 2012  

 Fréttir 2011

 

Hit Counter
Teljari settur í okt. 2009

Hrossaræktarbúið Björg 1 - IS601 Akureyri - ICELAND - Tel. +354 661 6111 - email: viddiogolla@bjorg1.is
Viðar Bragason og Ólafía Kr. Snælaugsdóttir
Vefhönnun: Anna Guðrún Grétarsdóttir