Gleðilegt nýtt ár!
28.12.2012
Enn eitt Molabarnið okkar að springa út..... Fálki frá
Björgum. Frábær hestur í alla staði:-)
Fálki frá Björgum 7 vetra Molasonur
25.12.2012
Það voru stoltir hrossaeigendur sem umvöfðu hrossin sín
í jólagjöfum í dag.
Albræðurnir Dagur og Villingur með stoltum eigendum
sínum.
Gleðileg jól
24.12.2012
Þá er stóri dagurinn runnin upp - búið að vera mikið að
gera undanfarna daga. Vinnumenn hafa mætt til
vinnu í allskonar vinnufötum eða eins og Bjöggi sagði:
Allar mínar buxur eru reiðbuxur! Nilla ætlar að
upplifa íslensk jól með okkur og allir hérna eru bara í
jóla jóla stuði! Tókum upp á video smá
jólaundirbúning hjá okkur og er hægt að sjá það
HÉR!
Nilla og Álfsteinn
Allar mínar buxur...........
11.12.2012
Þessi Molaafkvæmi eru aldeilis frábær. Einkaeign
heimasætunnar hann Villingur frá Björgum er allur að
koma til. Hann slasaðist illa á framfæti í sumar
og komst ekki með á Einarstaðarmótið sem var markmið
Fanndísar allan síðasta vetur. En nú er hann
kominn á flug og höldum við að þarna sé á ferðinni feiki
mikið efni.
Villingur frá Björgum 7 vetra Molasonur
30.11.2012
Þá er síðasti dagur mánaðarins runnin upp. Þessi
nóvember mun verða lengi í minnum hafður því
veðurguðirnir hafa ekki verið í hrossabænda liðinu og
mikið er búið að reyna á þolrifin í þessum bransa.
En þrátt fyrir erfiðleika þá ganga tamningar mjög vel og
gaman að sjá hvað hrossin koma fersk inn.
Eldjárn frá Ytri Brennihóli kominn ferskur hingað í
þjálfun.
Björg frá Björgum......... hún kemur okkur endalaust á
óvart þessi Björg.
Camilla og nýja moladóttirin hennar - Aþena frá
Hrafnagili. Til hamingju með merina Camilla:)
17.11.2012
Hann er svo frábær þessi Bjöggi "okkar". Hann var
í íþróttaprófi í gær og hefur varla getað gengið vegna
blaðra á iljunum - hehe. Nú þá varð bara að nota
tímann og læra járningar og við höfum ekki séð neinn
eins stoltan og þegar hann lagði frá sér seinni
framhófinn með þessari flottu járningu :D
Járningarmeistarinn!
14.11.2012
Skemmtilegur dagur, hrossin eru í rosa stuði þegar þau
komast út. Húsbóndinn ljómaði eftir hvern
reiðtúrinn á fætur öðrum og paparassinn elti hann á
röndum.
Þór frá Björgum
Fálki frá Björgum
Perla frá Björgum
Dagur frá Björgum
04.11.2012
Þetta er aldeilis furðulegt haust sem að við erum að
upplifa - jörðin nötrar reglulega undir fótum okkar og
veðrið......... það hefur alltaf verið hægt að tala
mikið um veðrið á Íslandi en kommon..... er þetta ekki
komið nóg? Það var því ekki hægt að láta
"veðurblíðuna" fara fram hjá sér í dag og allir knapar
komu sköflum undir hross og skelltu sér í hnakkinn.
Flott færi
hamingjusamir knapar
Dagur frá
Björgum og Bjöggi "veiki"
Skjóni flottur hjá henni Camillu
14.10.2012
Fórum í dag inn í botn Hörgárdals en þar eru ungfolarnir
okkar í hólfi í landi Staðarbakka. Þeir líta bara
vel út bæði feitir og flottir. Það var gaman hvað
allir folarnir þarna voru rólegir og yfirvegaðir.
Kormákur frá
Björgum
Lúðvík frá Björgum
Rólegir folar
Tignarlegir tindar tróna yfir stóðinu
11.10.2012
Allt á fullu í tamningum. Tókum inn þrjár þriggja
vetra merar fyrir viku, nú er búið að járna og setjast í
hnakk. Bjöggi og Camilla standa sig frábærlega og
allt gengur eins og smurt!
Hafdís frá Björgum í
frumtamningu
Camilla á Þrym frá Hraukbæ
9v. Þorrasyni
Bjöggi á Hrólf frá Fornhaga
4v. Hófsyni
02.10.2012
Þá er hún Camilla Hoj byrjuð að vinna hérna á Björgum.
Hún ætlar að vera hérna næstu tvo mánuði og erum við
mjög ánægð að fá hana til liðs við okkur.
Merkilegt hvað þessir danir loða við okkur......;)
Velkomin til okkar Camilla!
20.09.2012
Tókum létt kíkk á merar og folöld í morgun þar sem þau
voru öll að sóla sig - loksins stytti upp hérna.
Hagaljóminn í ár er hann Kraftur
Lexus er líka risa flottur
Viðar og Lexus ræða framtíðina
14.09.2012
Við fengum aldeilis veðurskell hérna á mánudaginn var.
Veðurskýlið þar sem merarnar og folöldin voru tættist í
sundur og urðum við að ná hrossahópnum inn. Það
tók okkur um fjóra klukkutíma að reka þau heim því þau
voru bæði rennandi blaut og dauðskelkuð og ekki hjálpaði
veðurofsinn til. Enn inn í reiðhöll fóru þau að
lokum og náðu í sig hita. En annars er rólegt hjá
okkur í hestamennskunni þessa dagana, öll hross komin í
frí og verið er að dunda í hinu og þessu.
Leifar af skýlinu
6 metra birkitré sem rifnaði upp með rótum
Viðar að dunda sér að grafa og
Stjáni (Simon) varð að prófa en
leitar lagna með töfrasprotum
ekkert gerðist...?
07.09.2012
Stór dagur í dag þ.e. sónardagur. Magni kom bara
vel út úr þessu með 75% öruggt og spurning með hinar því
hann var bara tekinn úr hópnum í dag.
Fanndís með Völu Fróðadóttur og
Júhúúú hún er með!
Magni - verðandi pabbinn
Venus á leið í sónarinn
04.09.2012
Við erum búin að hlæja svo mikið í dag..... hann Jolli
átti alveg stórleik. Hann æddi í hestahópinn í dag
til að ná í Blesa sinn og burraði með hann í Skriðu.
Þegar þangað var komið kom í ljós að Blesi var bara allt
annar Blesi - fjögurra vetra foli sem við eigum -
hahaha....:-) Við viljum þakka Jolla fyrir
tamninguna því kerrutamningin gleymist svo oft í
ferlinu.
Fyrri Blesi kemur heim
Seinni Blesi klár - tveir Snillingar á ferð
23.08.2012
Smá úttekt í dag. Það gengur risa vel með
Molasoninn hans Bjögga hann Dag frá Björgum.
Karlinn fer að verða full montinn með þessu áframhaldi.
Fótaburða - Dagur
22.08.2012
Þá er hún Amanda Vala seld. Það var hún Marín
Lárenzína Skúladóttir sem eignaðist prinsessuna og óskum
við henni til hamingju með Amönduna:D
Amanda Vala og Marín
Sætar saman
22.08.2012
Stórmót Funa á Melgerðismelum var haldið um helgina.
Þetta var síðasta gæðingamót sem að ungmennin okkar gátu
tekið þátt í þannig að þau fengu að velja sér
keppnishross úr flórunni okkar og fyrir valinu urðu
Binný og Björg. Húsbóndinn var sendur á hálfgerðum
trippum en fékk að fara með einn reyndan með sér.
Fanndís og Binný
Enduðu í fimmta sæti
Bjöggi og Björg
Enduðu í öðru sæti
Viðar og Draumur
Enduðu í fjórða til fimmta sæti
Viðar og Fálki
Enduðu í tíunda sæti
Viðar og Þórir
Komust ekki inn í úrslit í A flokk
14.08.2012
Fórum með helling af hrossum á Einarsstaðamót um
helgina. Viðar með þrjú í B flokk, tvö í A flokk,
eitt í tölt og öll fóru þau í úrslit. Heimasætan
og vinnumaðurinn í ungmennaflokk, A flokk, tölt og skeið
og Karen með keppnisfrumraun á Sporð frá
Hafrafellstungu (bróðir Spænis). Mjög svo
skemmtilegt mót eins og alltaf og veðurblíðan var í
hámarki.
B flokkur:
Þórdís frá Björgum 8,39/8,32
Björg frá Björgum 8,37/8,43
Draumur frá Björgum 8,52/8,49
Tölt 6,50/6,83
A flokkur:
Binný frá Björgum 8,34/8,38
Sísí frá Björgum 8,30/8,25
Styrkur frá Björgum
Ungmennaflokkur:
Perla frá Björgum 8,35/8,40
Spænir frá Hafrafellst. 8,45/8,43
Sporður frá Hafrafellst. 8,11
03.08.2012
Fórum í þennan frábæra rekstur í Baugasel í frábæru
veðri með frábærum ferðafélögum eða Litlu Brekku
genginu. Allt gekk eins og í sögu og allir komu
brosandi heim bæði menn og hross:-)
Takk fyrir góðar stundir LitluBrekkugengi!
Halarófan í Barkárdalnum
Baugasel í öllu sínu...!
Hnakkageymslan í Baugaseli
Glaðlegir
knapar
Frændsystkinin fræknu
Fengum heimalinginn okkar með
hana Karen Konn - svo sæt!
Þessir gáfu Jóa Fel ekkert eftir
Bjöggi og Dagur....hno....
Fanndís og Sorró...líka hno....
Litlu Brekku kóngurinn
Litlu Brekku frúin
En ástúðlegast af öllum var
Litlu Brekku undrið:-)
27.07.2012
Jæja, er ekki kominn tími á smá fréttaflutning hérna eða
hvað....
Búið að vera nóg um að vera, Bjargarmót Framfara,
Íslandsmót og svo er allt á fullu í tamningum. Á
Íslandsmóti gekk húsbóndanum ágætlega á þeim Björg, Sísí
og Binný en ljósmyndarinn gleymdi barasta að mynda -
klaufi. Bjargarmótið varð svona hálfgerð
Molaafkvæmasýning - það eru að koma frábær afkvæmi undan
þessum snillingi. Skemmtilegt mót eins og alltaf
og allir hérna skemmtu sér konunglega.
Tamningarnar ganga mjög vel hjá okkur, það er alltaf
jafn gaman að sjá trippin taka sín fyrstu skref með
knapa. Og rúsína í pylsuendanum er að hún
Lilja frá Möðruvöllum er köstuð
og kom þessi myndarfoli sem er undan Vita frá
Kagaðarhóli:-)
Andrea og Emil frá Auðbrekku
Vinkonurnar Kristín og Andrea
Bjöggi og Perla frá Björgum
í verlaunaafhendingu
Fanndís og Villingur frá Björgum
Karen og Amanda Vala
úrslit kvennaflokkur
Félagarnir Viðar og Vignir á
Molagullkorn
fimm vetra Molabörnum
Bjöggi og Þórarinn 4 vetra
Lilja og Vitasonurinn
Þóru og Klerksonur
02.07.2012
Nú er Landsmótið afstaðið og kom það okkur skemmtilega á
óvart hvað það heppnaðist vel að halda þetta í
stórborginni. Ungmennin okkar stóðu sig heldur
betur vel og komust bæði í milliriðil. Binný og
húsbóndinn komust ekki eins langt en þetta var allt
ofboðslega skemmtilegt og ekki skemmdi veðurblíðan
fyrir.
Amanda og Bjöggi 8,33
Björg og Fanndís 8,37
Binný og Viðar 8,29
Hálftíma fyrir brottför á Landsmót kom þessi flotti
pjakkur í heiminn en hann er undan
Kötu og Fálka.
Kötu og Fálkasonur
17.06.2012
Höfum fengið leigðan hjá Sigga Sig og Siggu höfðingjann
hann Magna frá Þjóðólfshaga. Þessi hestur er
einstaklega geðgóður og með flottan kynbótadóm -
Dómur Magna. Hann
kemur hingað strax eftir LM og ef einhverjir hafa áhuga
á að nota hann þá er bara að slá á þráðinn í síma
6616111.
Siggi og Magni frá Þjóðólfshaga 1
13.06.2012
Fengum litla prinsessu í gær en hún er undan
Þóru frá Björgum og Hrym frá
Hofi. Hún hefur hlotið nafnið Þórunn frá Björgum.
Litli húmoristinn okkar hann Banderas er byrjaður í
frumtamningu hjá Fanndísi, farinn að gefa Bjargarkossa
og fótaburðaæfingarnar eru hafnar:-)
Þórunn frá Björgum
Þetta þurfa öll Bjargarhross að kunna
Og þetta!
11.06.2012
Úrtaka fyrir LM og gæðingamót Léttis var haldið um
helgina. Mikil spenna var í loftinu hjá okkur
Bjargargenginu því ekkert mátti út af bera - það er
engin "taka tvö". En viti menn, allt gekk upp og
enduðu allir með farmiða á LM:-) Fanndís og Björg
urðu efstar í ungmennaflokknum fyrir Létti með 8.36 og
aftur efstar í úrslitunum með 8.54. Björgvin og
Amanda Vala urðu að láta í minni pokann en það munaði
einungis einni kommu á þeim í forkeppninni eða 8.35 og
tveimur kommum í úrslitunum eða 8.52. Viðar og
Binný fóru á kostum saman í A flokknum og enduðu þau
efst eftir forkeppni með 8.39 og með þessu góða gengi
landaði hún hryssubikarnum góða. Í úrslitunum
enduðu þau í þriðja sæti eftir harða baráttu með
einkunina 8.52. Í dag er algjört spennufall,
knapar og hross - allir í slökun!
Fanndís og Björg
Fanndís og Spænir 8.28
(má því miður ekki fara með tvö hross)
Björgvin og Amanda Vala
Úrslitin - flott að sjá alla í búning!
Viðar og Binný frá Björgum
08.06.2012
Fórum með fimm vetra Moladótturina okkar hana
Þórdísi frá Björgum á
kynbótasýningu á Dalvík. Gekk framar vonum með
hana og fékk hún 8,5 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið,
vilja og geð og hægt tölt svo ekki sé minnst á 9,5 fyrir
hófa! Ætluðum að sýna skeið á yfirlitinu en dísin
neitaði að skeiða á vikrinum. Viðar sýndi svo
Sigurbjörgu frá Björgum á
yfirlitinu fyrir bróður sinn og fannst okkur dómarar
frekar nískir á tölur fyrir hana en kanski er þetta nú
bara alltaf svona.... maður vill alltaf meira:-)
Þórdís á skeiðflandri!
Sigurbjörg og Viðar
31.05.2012
Þá er komið í heiminn fyrsta hestfolald ársins.
Þessi er undan Brönu og Hrym frá
Hofi. Hann er mjög gæfur og mikill húmoristi -
hefur hlotið nafnið Banderas frá Björgum. Einnig
er komið hestfolald úr ræktuninni hjá Hafdísi
húsbóndamóður en hann er undan
Sóldísi og Fróða frá Staðartungu.
Banderas frá Björgum
Sóldís og Fróðasonur
Þessi góða mynd náðist í dag af
Venus, Völu og Skottu
27.05.2012
Þá er hún Binný komin yfir áttuna. Siggi Sig tók
að sér að sýna hana á Selfossi og kom hún út með 8,02.
Á meðan á þessu stóð kom okkar fyrsta folald ársins.
Þetta er meri og er hún undan Fróða frá Staðartungu og
Venus frá Björgum sem er einnig
móðir Binnýar - skemmtileg tilviljun. Fanndís og
Bjöggi voru á vaktinni og við viljum gefa risa knús á
Helga Val sem er alltaf til taks fyrir okkur!
Siggi og Binný á Selfossi
Litla systirin
26.05.2012
Gaman að segja frá því að færeyska stúlkan hún Rebekka
sem keypti Barða frá Björgum af okkur í fyrra hefur
verið að keppa á honum og hefur gengið rosa vel hjá
þeim. Hún sendi okkur myndir af þeim þar sem þau
urðu efst í fjórgangi, önnur í tölti og voru svo valin
par mótsins - frábært Rebekka og Barði!
Rebekka og Barði
Flottasta parið
17.05.2012
Þá var loksins haldin firmakeppni Léttis og auðvitað
vorum við með. Fanndís með Björg, Björgvin með
Amöndu Völu og húsbóndinn mætti með vonarstjörnuna okkar
hana Binný frá Björgum. Gekk risa vel og enduðu
allir í verðlaunasætum - Fanndís vann ungmennaflokkinn,
Bjöggi varð þriðji í sama flokki og Viðar hafnaði í öðru
sæti. S.s. flottur dagur hjá Bjargargenginu:-)
Fanndís og Björg
Björgvin og Amanda
úrslit ungmennaflokkur
Viðar og Binný frá Björgum
Vonarstjarnan okkar
úrslitin
14.05.2012
Tókum þátt í vormóti Léttis. Viðar fór með Sísí í
fimmgang og Björg í fjórgang og tölt. Systurnar
voru báðar efstar eftir forkeppni í fjór og fimmgang og
Björg var fjórða í tölti en þar sem þetta mót var allt
keyrt á einum degi fannst okkur þetta nóg fyrir Björg og
slepptum úrslitunum. Sísí bólgnaði á framfæti
eftir forkeppni þannig að ekki var riðið úrslit heldur
þar. Fanndís fór með Amöndu og Spænir í fjórgang
ungmenna og Spæni aftur í tölt. Hún sigraði
fjórganginn á Amöndu og endaði fjórða í töltinu á Spæni.
Bjöggi gerði keppnisfrumraun með Perlu frá Björgum og
gekk bara mjög vel hjá þeim.
Viðar og Sísí
Fanndís og Amanda Vala
Björgvin og Perla
13.05.2012
Heimalingurinn okkar hann Björgvin Helgason keypti
albróðir Villings frá Björgum en hann var í eigu
Hafdísar húsbóndamóður. Sá heitir Dagur og verður
gaman að fylgjast með þeim köppum næstu árin - til
hamingju með molastrákinn þinn Bjöggi!
Bjöggi og Dagur frá Björgum 5v.
29.04.2012
Ja nú er kátt í höllinni. Hvanndalsbræður eru
búnir að vera að taka upp myndband við nýja
sumarsmellinn sinn og tónlistin hefur ómað um alla Björg
í dag. Bjargar - paparassinn var auðvitað á
svæðinu!
Bara flottastir!
26.04.2012
Rosalega flottur Molasonurinn hennar Fanndísar að verða.
Hún hefur alltaf sagt að hann sé leynivopnið sitt og við
stóðumst ekki mátið í dag og mynduðum gripinn.
Villingur frá Björgum
23.04.2012
Fórum með Björg á fyrstu kynbótasýningu ársins um
helgina. Okkur fannst dómararnir vera full harðir
með byggingardóminn hennar enda sex - sjö dómarar sem
þvældust um hvorn annan. Þegar kom að
yfirlitssýningunni kom í ljós að Björg var orðin hölt á
afturfæti svo að ekki tókst að gera atlögu í hinar níurnar sem að
dómarar voru búnir að gefa okkur undir fótinn með.
En annars vorum við á heimaslóðum með hæfileikadóminn
eða 7.99:-) Loðir við okkur þessi tala!
Björg í skautahöllinni í vetur
08.04.2012
Líflandsmót Léttis var haldið í gær og skiptu þau
Fanndís heimasæta og Björgvin Helgason heimalingur
brúnkunum á milli sín. Fanndís tók einnig Spæni og
má segja að krakkarnir hafi farið á kostum með
hrossahópinn, lönduðu þremur fyrsta sæti, einu öðru sæti
og einu þriðja - GLEÐILEGA PÁSKA :-)
Fanndís og Björg 1.sæti fjórgang
Fanndís og Sísí 1.sæti fimmgang
Bjöggi og Von 1.sæti tölt
Bjöggi og Amanda 2.sæti
Fanndís og Spænir 3.sæti
26.03.2012
Lokakeppni í KEA mótaröðinni var á föstudagskvöldið og
var keppt í T2 og skeiði. Fanndís tók Spænir inn
og gerði frumtilraun í T2. Henni gekk bara nokkuð
vel og krækti sér í eitt stig. Viðar tefldi fram
Amöndu Völu og Björg í T2 og þessi Björg er endalaust að
koma okkur á óvart - fór bara nokkuð létt í gegn um
þetta verkefni og endaði sem sigurvegari:)
Sísí var svo kandidatinn í skeiðinu og náði að krækja í
tvö stig. Lokaniðurstaðan í KEA mótaröðinni varð
þriðja sætið þriðja árið í röð!
Fanndís og Spænir í T2
B úrslitin í T2
Viðar og Björg í T2
A úrslitin í T2
Viðar og Sísí í skeiðinu
Lokaniðurstaðan'12
18.03.2012
Fórum með þær Binný og Björg í mera sýningu á
stjörnutöltinu. Binný fór soltið inn í sig þarna
inni en Björg lék á alls oddi og dansaði um svellið.
Takk fyrir að brasa í þessu með okkur Siggi!
Binný og Siggi Sig
Björg og Viðar
09.03.2012
KS deildin og KEA mót afstaðið þessa vikuna. Viðar
fór með Sísí í fimmganginn í KS og gekk mjög vel.
Endaði í 7.sæti og landaði þremur stigum. Daginn
eftir var KEA mót - tölt og fór karlinn með Von og Björg
og Fanndís mætti með Amöndu Völu. Björg lak inn í
B úrslitin og þessi dúlla fór aldeilis á kostum í
úrslitunum, sigraði með glæsibragð. Í A úrslitum
hélt hún áfram sama leik og náði að krækja í annað
sætið.... við erum ofur stolt af henni og þökkum
áhorfendum fyrir frábærar undirtektir :-)
Björg og Viðar
B úrslitin
A úrslitin
25.02.2012
Fjórgangurinn í KS deildinni var í vikunni og fór Viðar
með Björg frá Björgum. Þar náði hann að krækja sér
í eitt stig í spennandi B úrslitum. Þar sem
ljósmyndarinn var ekki á svæðinu þá "bauðst" aðstoðar
tamningarmaðurinn til að taka pósur á Björg í dag.
Látum einnig fylgja með mynd af Von sem var tekin í dag
á ísmóti á Dalvík þar sem hún náði fimmta sæti og kom
heim með nýja hestaábreiðu:-)
Helgi Valur og Björg
karlinn alveg í leiðslu
Viðar og Von á ísmóti í dag.
24.02.2012
Viðar fór með Sísí í fimmganginn í KEA mótaröðinni á
Akureyri og kom stigalaus út úr þeirri keppni. Það
er búið að setja upp vír þvert yfir miðja höllina og
Sísí sem er eitt yfirvegaðasta hrossið okkar var ekki að
kaupa þessa uppákomu - þannig að húsbóndinn hætti
keppni.
Sísí og Viðar
vírinn nálgast...
og svona fór þetta.
17.02.2012
Hjá okkur eru tvær færeyskar skvísur á vegum skólans í
starfskynningu. Þær eru búnar að ná ýmsum
skemmtilegum uppákomum - KEA móti, ístölti á Ólafsfirði,
Bautamót á morgun og Bolludagshelgin :-)
Ása Maria og Rebekka
íslenskar rjómabollur ummmm..
14.02.2012
Fórum á Ólafsfjörð um helgina og tókum þátt í ísmótinu
þar. Fanndís búin að hertaka Amöndu og húsbóndinn
gerði tilraun á ísnum með Binný og Björg. Fanndísi
gekk bara vel, Binný var ekki til í að sína listirnar
sínar þarna á ísnum en allt virðist vera að smella saman
með músina okkar hana Björg. Hún hefur átt mjög
erfitt með ísreiðar eins og sjá má á videoinu sem við
settum inn fyrir nokkrum dögum en þetta gekk bara
þónokkuð vel hjá henni - endaði í sjöunda sæti.
Fanndís og Amanda Vala
Viðar og Binný
Viðar og Björg
aðeins að missa sig!
12.02.2012
Þá er KEA mótaröðin byrjuð og við tókum auðvitað þátt.
Mættum með Von til leiks á ný, gerðum aðra tilraun með
Björg og heimasætan fór með Amöndu Völu. Allt gekk
þetta mjög vel, frábært að sjá Von aftur í fullu fjöri,
Björg fann sig vel á frábæru reiðhallargólfinu og
Fanndís stóð sig vel með Amöndu Völu í sinni fyrstu KEA
mótaröð keppni - var einu sæti frá B úrslitum. En
húsbóndinn lenti í þeirri stöðu að velja á milli
hryssanna því hann náði að pota báðum inn í A úrslitin.
Við völdum Björg því þetta voru hennar fyrstu úrslit og
stóð hún sig framar vonum. Endaði í öðru sæti með
einkunnina 7,03.
Björg og Viðar
Björg í öðru sæti
03.02.2012
Fórum í úrtökuna í KS deildina sem haldin var á Króknum
og tefldum fram systrunum Björg
frá Björgum og Sísí frá Björgum.
Björg var ekki að finna sig þarna á mjög svo mjúku gólfi
en Sísí sem er aðeins reynslumeiri stóð fyrir sínu og
við rétt svo náðum að krækja í síðasta sætið sem var í
boði.
Björg frá Björgum
Sísí frá Björgum
28.01.2012
Yndislegt veður í dag og hvað er skemmtilegra en að
mynda fótaburðadýrið okkar hana Björg í svona blíðu og
færi! Kíkið á
ÞETTA!
15.01.2012
Árið byrjar nú bara skemmtilega hérna hjá okkur.
Fengum Sigga Sig til að koma og vera með námskeið fyrir
okkur hörgdælingana og mætti höfðinginn á föstudaginn
fullur af fróðleik. Þétt setin helgin en við
gerðum okkur samt ferð til Akureyrar á laugardaginn til
að berja fyrsta mót ársins augum enda var heimasætan
okkar hún Fanndís að keppa á Amöndu Völu. Gekk
mjög vel hjá stuttu enda orðin pínulítið "Sigguð" og
endaði hún í öðru sæti í minna vanir flokknum.
Siggi stóðst ekki færið og veðrið hérna og fékk Viðar
til að koma í nettan fótaburða - keppnis - reiðtúr og
fyrir valinu urðu þær Binný(í Sigga liði) og
Björg(í
Viðars liði). Ljósmyndarinn var auðvitað á
svæðinu!
Fanndís og Amanda Vala í
Siggi les yfir nemanda
hnooooo
öðru sæti.
Keppnis Siggi og Viðar
Binný og Siggi
Björg og Viðar
Fréttir 2013
Fréttir 2011
|