Í september árið 2008 (c.a. mánuð
fyrir kreppu) tókum við þá ákvörðun að bæta
aðstöðuna okkar hérna. Með okkur í
þessu ævintýri eru þeir Sigmar
Bragason(stóri brói) og Jón Páll Tryggvason.
Við keyptum 55*18 stálgrind sem á að nýtast
sem reiðskemma og fengum arkitekt til að
teikna fyrir okkur nýtt hesthús í gömlu
hlöðunni. Ekki var nú hægt að leggjast
undir feld þegar hrunið skall á landið okkar
heldur héldum við hnakkreist áfram og
útkoman varð svo glæsilegt hesthús,
tengibygging og reiðhöll. |